Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í kjarnorkustyrjöld Atlanzhafsbandalagsins, sem Bandaríkin eða hinir
gunnreifustu bandamenn þeirra svo sem þýzku nazistarnir með hinn nýja
milljónaher sinn, búinn nýjustu amerísku kjarnorkuvopnum, geta hæglega
hleypt af stað án samþykkis og jafnvel gegn mótmælum annarra varkárari
ríkja, er Keflavíkurflugvöllur af þessum ástæðum eitt hið hentugasta og nauð-
synlegasta tæki í hendi Bandaríkjanna til þess að „greiða fyrsta höggið“, það
högg, sem allt á að velta á, samkvæmt yfirlýstri hernaðaráætlun yfirhershöfð-
ingja Atlanzhafsbandalagsins.
En vetnissprengjan er einnig í höndum „óvinarins“. Eftir ummælum amer-
ískra og enskra sérfræðinga að dæma eru Rússar að öllum líkindum þegar
lengra komnir í „tækniframförum“ á sviði vetnissprengjunnar en Bandaríkja-
menn sjálfir, þótt líklegt sé, að þeir eigi enn mun færri kjarnorkusprengjur.
En skv. upplýsingum amerísku kjarnorkunefndarinnar um reynsluna af vetnis-
sprengjutilraununum á Kyrrahafi í fyrra, sem ekki voru gefnar út fyrr en nú
fyrir nokkrum vikum, og með tilliti til upplýsinga franska jafnaðarmannsins
Jules Moch, sem hefur fengið aðgang að fyllstu upplýsingum um þessi efni, er
það víst, að nú þegar eru til vetnissprengjur, eða a. m. k. hægt að gera þær,
svo öflugar, að ein þeirra mundi nægja til þess að tortíma öllu lífi á Reykja-
nesskaga, en gera allt Suðvesturland frá Snæfellsnesi til Víkur í Mýrdal óbyggi-
legt um langan aldur. Jules Moch fullyrðir, að 10—12 slíkar sprengjur nægi
til þess að leggja allt Frakkland í rústir. Að sömu niðurstöðu hafa enskir vís-
indamenn og sérfræðingar komizt, að því er England snertir. Þar eru til vitnis
ummæli ekki ómerkari manna en forseta brezka vísindafélagsins, dr. Adrians,
og Nobelsverðlaunamannsins dr. Blacketts, sem ásamt fleirum hafa varað þjóð
sína við hinni háskalegu aðstöðu, sem Bretland yrði í, ef til kjarnorkustyrj-
aldar kæmi.
„Aðstaða íslands, ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi,“ er í stuttu máli sú, að
vegna aðildar íslands að Atlanzhafsbandalaginu og vegna herstöðva Banda-
ríkjanna hér skv. herverndarsamningnum frá 1951, er líklegast, ef ekki fullvíst
í ljósi óvefengjanlegra upplýsinga, að ein vetnissprengja nægði til þess að
binda endi á alla framtíðardrauma í'slenzkrar þjóðar.
Ef íslendingar kjósa sér þá aðstöðu áfram, eftir að þeim hafa orðið ljós
þau nýju viðhorf, sem skapazt hafa vegna gerbreyttrar hernaðaraðstöðu í
heiminum fyrir tilkomu vetnissprengjunnar, þá jafngildir það vali sjálfsmorð-
ingja.
Á árunum 1949—1951, þegar íslendingar flæktust í neti Atlanzhafsbanda-
lagsins og herstöðvasamningsins, voru slík vopn sem vetnissprengjan ekki til,
132