Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 23
SVÖR VIÐ SPURNINGUM hvað þá heldur að gert væri ráð fyrir að til þess kæmi, að allar hernaðaráætl- anir Atlanzhafsbandalagsins yrðu byggðar á beitingu þeirra. Þá rökstuddu menn þátttöku íslands í bandalaginu helzt með því, — ef rökum var yfirleitt beitt — að hún væri aðeins einskonar samúðaryfirlýsing með „vestrænum þjóðum“, og í öðru lagi með þvi, að nauðsyn gæti borið til að verja sam- gönguleiðir Islendinga við umheiminn í Iofti og á sjó og jafnvel að varna því, að landið yrði hertekið í því skyni að gera þær leiðir ótryggar vestrænum þjóðum. Eftir yfirlýsingar Atlanzhafsbandalagsins og Bandaríkjanna um tafarlausa og ótakmarkaða beitingu hverskonar kjarnorkuvopna, þ. á. m. vetnissprengju, þegar í upphafi styrjaldar, og eftir hervæðingu Vestur-Þýzkalands innan vé- banda Atlanzhafsbandalagsins, eru allar slíkar hugmyndir um varnir íslands og vernd þess og samgönguleiða þess fyrir atbeina þessa bandalags orðnar gersamlega úreltar — óvitahjal eitt eða vísvitandi blekking. Mönnum með meðalvit er engin vorkunn að gera sér grein fyrir þeim ger- breyttu viðhorfum, sem hér blasa við. íslendingar eru svo greind þjóð, að þeim mun brátt liggja í augum uppi, af líf þeirra og framtíð sem þjóðar liggur við, að þeir komist úr þeirri háska- legu aðstöðu, sem þeir hafa látið leiðazt út í, og þeir hljóta að verða í, „ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi“, að óbreyttum skuldbindingum við Atlanzhafs- bandalagið og Bandaríkin. Enn er hægt að koma í veg fyrir, að Keflavíkurflugvöllur verði notaður til þess að leiða tortímingu yfir þessa þjóð og aðrar. Þetta er hægt með því að þjóðin sameinist, í ljósi nýrra staðreynda og vegna gerbreyttra viðhorfa um hernaðaraðstöðu landsins og hernaðaraðstöðuna í heiminum yfirleitt, um nýja stefnu í utanríkismálum, þá stefnu að losa sig úr viðjum herstöðvasamninga og hernaðarbandalags. Þetta má gera án alls fjand- skapar og jafnvel í fullri vinsemd við „vestrænar þjóðir“, með þeim rökum einum, sem liggj a í augum uppi, að slík smáþjóð sem íslendingar hafa ekkert að gera sem aðili að og þátttakandi í kjarnorkustyrjöld slíkri sem þeirri, sem nú má sjá fram á — ef til styrjaldar kemur. íslendingar verða sem allar þjóðir heims að sætta sig við að búa undir ógnunum um útrýmingu alls mannkyns sem afleiðingu allsherjar kjarnorku- styrjaldar. En þeir þurfa ekki, fremur en þeir vilja, að sætta sig við það hlutskipti, að eiga þá tortímingu vísari en allar aðrar þjóðir, vegna þess að þeir leyfi að viðhalda í landi sínu einni af aðalbækistöðvum þeirra tortímingartækja og 133
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.