Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 23
SVÖR VIÐ SPURNINGUM
hvað þá heldur að gert væri ráð fyrir að til þess kæmi, að allar hernaðaráætl-
anir Atlanzhafsbandalagsins yrðu byggðar á beitingu þeirra. Þá rökstuddu
menn þátttöku íslands í bandalaginu helzt með því, — ef rökum var yfirleitt
beitt — að hún væri aðeins einskonar samúðaryfirlýsing með „vestrænum
þjóðum“, og í öðru lagi með þvi, að nauðsyn gæti borið til að verja sam-
gönguleiðir Islendinga við umheiminn í Iofti og á sjó og jafnvel að varna því,
að landið yrði hertekið í því skyni að gera þær leiðir ótryggar vestrænum
þjóðum.
Eftir yfirlýsingar Atlanzhafsbandalagsins og Bandaríkjanna um tafarlausa
og ótakmarkaða beitingu hverskonar kjarnorkuvopna, þ. á. m. vetnissprengju,
þegar í upphafi styrjaldar, og eftir hervæðingu Vestur-Þýzkalands innan vé-
banda Atlanzhafsbandalagsins, eru allar slíkar hugmyndir um varnir íslands
og vernd þess og samgönguleiða þess fyrir atbeina þessa bandalags orðnar
gersamlega úreltar — óvitahjal eitt eða vísvitandi blekking.
Mönnum með meðalvit er engin vorkunn að gera sér grein fyrir þeim ger-
breyttu viðhorfum, sem hér blasa við.
íslendingar eru svo greind þjóð, að þeim mun brátt liggja í augum uppi,
af líf þeirra og framtíð sem þjóðar liggur við, að þeir komist úr þeirri háska-
legu aðstöðu, sem þeir hafa látið leiðazt út í, og þeir hljóta að verða í, „ef til
kjarnorkustyrjaldar kæmi“, að óbreyttum skuldbindingum við Atlanzhafs-
bandalagið og Bandaríkin.
Enn er hægt að koma í veg fyrir, að Keflavíkurflugvöllur verði notaður til
þess að leiða tortímingu yfir þessa þjóð og aðrar.
Þetta er hægt með því að þjóðin sameinist, í ljósi nýrra staðreynda og vegna
gerbreyttra viðhorfa um hernaðaraðstöðu landsins og hernaðaraðstöðuna í
heiminum yfirleitt, um nýja stefnu í utanríkismálum, þá stefnu að losa sig úr
viðjum herstöðvasamninga og hernaðarbandalags. Þetta má gera án alls fjand-
skapar og jafnvel í fullri vinsemd við „vestrænar þjóðir“, með þeim rökum
einum, sem liggj a í augum uppi, að slík smáþjóð sem íslendingar hafa ekkert
að gera sem aðili að og þátttakandi í kjarnorkustyrjöld slíkri sem þeirri, sem
nú má sjá fram á — ef til styrjaldar kemur.
íslendingar verða sem allar þjóðir heims að sætta sig við að búa undir
ógnunum um útrýmingu alls mannkyns sem afleiðingu allsherjar kjarnorku-
styrjaldar.
En þeir þurfa ekki, fremur en þeir vilja, að sætta sig við það hlutskipti, að
eiga þá tortímingu vísari en allar aðrar þjóðir, vegna þess að þeir leyfi að
viðhalda í landi sínu einni af aðalbækistöðvum þeirra tortímingartækja og
133