Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
afla, sem ógna mannkyninu. Væri það víghreiður ekki hér á landi hefðu íslend-
ingar flestum þjóðum fremur nokkra möguleika og jafnvel líkindi til þess,
vegna legu landsins, að lifa af þau ragnarök vestrænnar menningar, sem ótak-
mörkuð kjarnorkustyrjöld hlýtur að verða.
2. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. En eins og málin standa nú,
virðist þurfa meira en lítið átak til þess að knýja fram viðhlítandi ráðstafanir
í því efni. Meðan kenningin um, að vígbúnaður og söfnun kjarnorkuvopna sé
bezta tryggingin fyrir friði í heiminum, er uppistaðan í áróðri voldugra ríkja
og ríkjabandalaga, er við ramman reip að draga.
Það er að vísu nokkuð fjarstæðukennt að tala um, að vekja þurfi vilja
mannkynsins til að viðhalda lífi sínu. Sá vilji er til sem rík eðlishvöt með
hverjum einstaklingi. En það verður að skapa rökstutt almenningsálit alls
mannkyns, ef svo mætti að orði kveða. Það er eina aflið, sem stjórnmálamenn
óttast.
Heimsfriðarráðið hefur komizt nærri því, í fyrsta sinni í sögunni, að skapa
slíkt almenningsálit um alla heimsbyggðina.
3. Ég mun hiklaust gera það.
Þórbergur Þórðarson, rithöfundur:
1. Ef héðan yrði hafin hernaðarárás með kjarnorkuvopnum, má telja það
efalaust, að sá, sem þeirri árás yrði beint að, myndi svara henni samstundis
með svipuðum aðgerðum.
Lýsingar sérfræðinga á eðli og eyðileggingarmætti kjarnorkuvopna (þar
með taldar vetnissprengjur) og tilraunir þær, sem þegar hafa verið gerðar
með þessum múgmorðstækjum, hafa sýnt okkur og sannað, að aðstaða íslands
í kjarnorkustyrjöld myndi verða nokkurn veginn þessi:
í fyrsta lagi: Þau ni)'ndu tortíma þegar í stað fjölda landsmanna og fjölda
gripa og dauðra verðmæta.
í öðru lagi: Mikinn hluta þeirra, sem eftir lifðu, myndu þau slá þjáningar-
fullum geislasjúkdómum, er myndu draga svo og svo marga til dauða.
í þriðja lagi: Svo og svo margir afkomendur þeirra, sem lifðu af slík ragna-
rök, myndu fæðast fávitar og vanskapningar, ef til vill í margar kynslóðir.
Tal um varnir í kjarnorkustyrjöld er ábyrgðarlaust þvaður.
Þannig og engan veginn öðruvísi yrði aðstaða Islands í kjarnorkustyrjöld.
2. Af þessu hlýtur það að liggja hverjum andlega ósjúkum manni í augum
134