Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 27
SVÖR VIÐ SPURNINGUM í kringum það, sundra borgum þess og löndum, brenna það sjálft upp lifandi. Og flest bendir til þess að þær hræður sem eftir kynnu að hjara yrðu geldingar einir og skrímsl. Yfirgengilegust er þó smán vor Islendinga, lítillar friðarþjóðar á úthafsey, að hafa léð máls á hlutdeild í þessu sjálfsmorðsplani kapítalismans, afhent arfheilagt friðarvígi vort til framkvæmda djöfullegum áformum hans, selt frumburðarrétt vorn fyrir gulli sleginn dauðadóm. Því hefji heimsráðaklíka milljarðamæringanna á annað borð nýja styrjöld mun saga íslands öll. En mannkynið lætur ekki gullhákana svívirða sig endalaust. I krafti síns veikasta lífs, síns yngsta barns, rís það nú upp í milljónatali og heimtar að allar þessar vítissprengjur verði eyðilagðar — og að engin slík verði smíðuð framar á jörðunni. í þessa fylkingu eigum vér Islendingar að skipa oss. Með því eina móti getum vér bætt fyrir þann glæp sem oss hefur hent: að fela land vort „styrkleika“ tortímingarinnar á vald. Sá „friður“ sem oss er búinn í skjóli vetnissprengjunnar — það er friður dauðans. 137

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.