Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 28
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
Yfirlýsing um kjarnorkuhernað
Kjarnorkuvopn eru hættuleg mannkyninu að sama skapi sem þau eru til-
tæk pólitískum glæframönnum er miða ráðagerðir sínar við „styrkleika-
aðstöðu“ og hegða sér samkvæmt því. Sumir telja að aldrei muni koma til
kjarnorkustríðs, vegna þess að engir stj órnmálamenn mundu þora að kasta
vetnissprengju. Engu að síður er það staðreynd að stjórnmálamenn stórvelda,
sem ráða örlögum þjóða, hafa lýst yfir því frammi fyrir gjörvöllum heimi að
þeir ætli sér að kasta vetnissprengjum á bæi og stórborgir jarðarinnar, og tor-
tíma með því mannlegu lífi án greinarmunar, ef og hvenær sem þeim þyki
nauðsyn til bera. Slíkt framferði ætti vitanlega ekki mikið skylt við stríð.
Kjarnorkuvopn eiga sér hvorki réttlætingu né tilgang sem styrjaldartæki; notk-
un þeirra mundi eingöngu þýða tortímingu mannkynsins og gereyðingu lífs á
jörðunni. En einmitt á sama hátt sem ekkert hefði komið sér betur en vetnis-
sprengja fyrir Hitler í síðasta áfanga hans, eins er ekkert annað eins tilefni
vonar og fagnaðar þessum óvættum stjórnmálanna sem Jeggja nótt við dag til
að hrjá mannkynið í fréttastofufregnum sínum, blöðum og útvarpsstöðvum
með hótunum um tortímingu.
Allir vita að fáránlegar kenningar þeirra um deilu milli þjóða í austri og
vestri eru tilbúningur, sem upphafsmennirnir hafa eingöngu að yfirskini rétt-
lætingar á löngun sinni til að tortíma þjóðum sjálfra sín og annarra. Þjóðir
veraldarinnar finna sjálfar að þær eru tengdar hverjar annarri böndum vin-
áttu og bræðralags.
í veröldinni er aðeins ein deila sem máli skiptir, deilan milli pólitískra
glæframanna sem ráða yfir vetnissprengjum annars vegar, og þjóða jarðar-
innar hins vegar.
Þjóðum veraldar er lífsnauðsyn að sameinast og gera óvirka þessa illvígustu
fulltrúa dauðans sem birzt hafa á yfirborði jarðar, allt frá því líf varð þar til.
(Samið á ensku handa Heimsfriðarráðinu.)
138