Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 29
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK: ÞRJÚ KVÆÐI HRÍM Fjarlœgri sðl, öllum jramandi, líf vort er háS og IjósiS. Myrkheima til og án miskunnar, daganna vagn oss dregur. Hugsanir manns eru hrímperlur, stuttrar nœtur á stráum. HUGGAST VIÐ HÖRPU Hljómamir ylja þeim hjörtum, sem njóta vilja. Hollt er aS hylja sinn harm ejtir gengin spor. Dagana lengir, ó, duniS þiS hörpustrengir. OrS þurja engir, sem elska hiS jagra vor. Raula ég löngum og róa minn huga söngum. ÆtlaS er öngum aS una hér langa hríS. Tamur er munni sá tónn, er ég jyrstan kunni. Allt, sem ég unni á œskunnar björtu tíS. Ljújlingur góSi, margt lag geymir dýra sjóSi. Allt býr í óSi, sem ann ég og þrái mest. Strengirnir kliSa, þeir stilla vort skap og jriSa. Gœt þeirra gríSa, ef gleSinnar röSull sezt. MORGUNGJÖF Eitt í skugga blómiS beiS bak viS lága hólinn. Morgunsól í hæsta hnúk. Og þiS komuS nœr og nœr, niSur fjalliS, þú og sólin. Fleiri en blómiS birtu og yls bíSa í dalnum grœnum. Mœttust skin og húm í hlíS. Saman komu þú og þaS. Þú og sólin heim aS bœnum. Minntist sól við bikarsblöS blómsins gœjuríka. Mildur koss í morgungjöj. Önnur vör í þungri þögn þráSi kveSju líka. 139

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.