Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 31
HATTAR
áhrif smekkur fólks við Miðjarðar-
haf getur haft á lífskjör manna við ís-
haf.
Þarna stóðum við f j órir saman við
borð í fiskgeymsluhúsi Jónasar Skál-
ans úti á svonefndum Brimkolli
nokkru utan við bæinn og skárum
hnakkablóð frá því kl. 7 á morgnana
til kl. 7 á kvöldin. Jónas þessi Skálan
keypti allan fisk sem þarna barst á
land, stór maður og feitur, forríkur
og elskulegur og klappaði öllum
mönnum á banakringluna, — en kem-
ur að öðru leyti lítið við þessa sögu.
Við hlið mér stóð þrítugur maður
sem hét Eggert. Við Eggert vorum
gamlir skipsfélagar, en nú var hann
trúlofaður fallegri stúlku og alveg
hættur til sjós. Hann spilaði á har-
monikku á böllum og hafði fengið af
því viðurnefnið hnykkur. Hann var
áhugamaður um félagsmál og vildi
láta taka tillit til sín á því sviði, enda
hafði hann fyrstur manna sýnt þann
stórhug að kaupa fimmfalda harmon-
ikku í plássið; annars var tónlist-
in honum heilagt mál og hann tal-
aði aldrei um hana nema við hátíðleg
tækifæri, hinsvegar talaði hann um
allt annað milli himins og jarðar hve-
nær sem tækifæri gafst. Hann var
mjög hressilegur og sagði oft: „Mað-
ur verður alltaf að vera í fullum
húmmer og hafa energí á hlutunum."
Hann hafði nefnilega verið tvo vetur
í héraðsskólanum á Fljóti og sletti
þessvegna mikið útlenzku. Hann kall-
aði alla undarlega menn rarítöt, og
þá menn sem honum þóttu vesælir úr
hófi fram kallaði hann roðhænsn eða
hamphausa. Hamphausar voru ennþá
fyrirlitlegri en roðhænsn. Eggert var
vinsæll maður í plássinu og sjaldan
nefndur sínu skírnarnafni, heldur oft-
ast bara: Hnykkurinn.
A móti okkur við borðið stóðu On-
undur klaki og Færeyingur sem hafði
verið settur þarna í land úr skakskútu
fyrir 30 árum með botnlangabólgu og
ílenzt á staðnum.
Önundur klaki hafði einu sinni lok-
azt inni í frystiklefa og orðið að dúsa
þar heila nótt. Hann var heljarmenni
að burðum, en manna friðsamastur
og hin bezta sál. Hann var mjög guð-
rækinn, tilheyrði sértrúarflokki, og
bað okkur á hverjum útborgunardegi
að gefa nokkra aura til kristniboðs í
Kína. Við gerðum þetta lengi vel, en
svo lásum við einu sinni í bók eft-
ir frægan mann hvað búið væri að
kristna fáa Kínverja móts við þá sem
ætti eftir að kristna, og þá fannst okk-
ur þetta ekki lengur til neins og hætt-
um að styrkja kristniboðið í Kína. En
Önúndur hélt sem sagt áfram að
safna, þrátt fyrir þetta, gekk á milli
húsanna í bænum og tók fegins hendi
hverjum eyri, því honum hafði verið
sagt að verðlag í Kína væri svo miklu
lægra en á Islandi. Aftur á móti skild-
um við hinir aldrei hvaða úrslitaþýð-
ingu það gat haft þar sem svona gríð-
arlegur sægur var ennþá ókristnaður;
141