Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 33
HATTAR einn flokksbróður sinn, afgamlan bónda sem var nýhættur búskap. Vissu allir að Þórður tók þetta mjög nærri sér, þó hann bæri að vísu harm sinn í hljóði, enda naut hann mikils álits sem kunnáttumaður á fisk, og þótti sjálfsagt að hann gegndi á því sviði hverju því starfi sem krafðist sérstakrar árvekni og pössunarsemi. Og svo var sem sé einnig í þeim blaut- fiski sem hér um ræðir, Þórður var látinn vigta. Þó var hann síður en svo öfundsverður af því starfi, því að hann fékk alveg sömu sultarlaun og við hinir, en varð hinsvegar að leggja mikið á sig andlega — svo ekki sé nú talað um alla ábyrgðina — því hann þurfti að telja á vigtina, vegna þess að ekki máttu fara nema 60 fiskar í hver hundraðpundin, ella þótti ítölum það of mikið smælki. ítalir vildu ekki handfiskinn. Við tókum allan hand- fiskinn frá og fleygðum honum út í horn, þangað fleygðum við líka öll- um þeim fiski sem var illa farinn af lifrarblettum, roðflattur eða ósæmi- lega hanteraður á annan hátt. Þessi fiskur var seldur til Suður-Afríku. Plantekrueigendur þar keyptu hann til að borga negrunum kaupið, og sóttust eftir að fá hann sem smæstan, því að þeir borguðu negrunum einn fisk á dag, sama hvort hann var stór eða smár, en keyptu hann auðvitað eftir vigt, þannig að þeim mun smærri sem fiskurinn var, þeim mun fleiri negradaglaun fengu þeir úr tonninu. Stundum laumuðumst við til að fleygja stórum og fallegum fiski í Af- ríkuhrúguna, svo að einhver hinna svörtu stéttarbræðra okkar þar suð- urfrá yrði að minnsta kosti einu sinni undrandi og glaður er hann fengi kaupið sitt. Þórður taldi alltaf upphátt, því að þá var síður hætta á að hann teldi vit- laust, og var það til marks um sam- vizkusemi hans, að þegar húsmæður bæjarins hittust í kaupfélagsbúðinni á morgnana, þá sagði kona Þórðar, sem var mjög fjörug og málgefin og ólík manni sínum í lunderni, að hún væri hætt að geta sofið á nóttunni fyrir því að hann teldi svo hátt upp úr svefnin- um. „Þetta déskotans teljararí er að gera hann Dodda minn vitlausan." Hún sagðist hafa grátbeðið hann að taka sér hvíld frá því nokkra daga, en hann hefði ekki mátt heyra það nefnt. Og þurfti það engum að koma á óvart, því að Þórður var einn þessara manna sem frekar vilja gegna embætti, jafn- vel þó þeir hafi kannski ekkert upp úr því annað en fara á Klepp, heldur en vinna ábyrgðarlaus störf með skrokknum einum saman, eins og við hinar blækurnar, og vera öruggir um að halda sönsunum. Þó er ekki þar með sagt, að við hin- ar blækurnar höfum verið öruggir um að halda sönsunum, því ef satt skal segja var vinnan á þessum stað eitt 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.