Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR óslitið taugastríð. Og því olli verk- stjórinn. Hann hét Eyjólfur. Hann rak fyrr- um verzlun þarna í plássinu, en fór á hvínandi hausinn. Sagt var að hann hefði seinast verið farinn að selja karamellurnar á krónu, en það dugði sem sagt ekki einu sinni til að bjarga honum frá bankaroti. Síðan hafði hann verið verkstjóri hjá Jónasi Skál- an. Þetta var lítill nagli og rindilsleg- ur, og samt vorum við allir hræddir við hann. Hann hafði sama vald yfir okkur og svipa ökumannsins hefur yf- ir klárunum. Sumir eiga sjálfsagt erf- itt með að skilj a hvernig á þessu stóð, því þó að Eyjólfur væri bæði skömm- óttur og grimmdarlegur, þá var það eitt ekki nægileg skýring, marga yfir- menn hef ég þekkt sem voru bæði skömmóttir og grimmdarlegir, og var þó enginn beinlínis hræddur við þá. Nei, hér varð að kafa dýpra eftir skýr- ingunni, dýpra inn í sálarlíf okkar undirmanna Eyjólfs, jafnvel djúpt inn í sálarlíf forfeðra okkar, kannski var ótti okkar arfur sem borizt hafði frá einni kynslóð til annarrar aftan úr grárri forneskju og átti upptök sín einhversstaðar í skógarrjóðri þar sem einn frummaðurinn hafði sett lauf- sveig á sinn loðna haus til marks um að hann væri yfir hina frummennina settur og þeim bæri að hlýða honum skilyrðislaust. í fám orðum sagt: Við, þessar verkamannablækur, höfðum aldrei haft á höfðinu neitt merkilegra en sixpensara, jafnvel á sunnudögum líka gengum við með þessa sömu velktu og skyggnisbrotnu sixpensara, en Eyjólfur gekk alltaf með hatt. Þetta var harður hattur svartur, leifar frá kaupmennskutímabili Eyjólfs, og vissu menn aldrei til að hann tæki hann ofan. Gagnvart okkur táknaði þessi hattur það vald og þann mátt sem ekki varð risið gegn. Að ætlast til þess að við byðum manni eins og Eyjólfi byrginn, það hefði verið jafn fráleitt og að segja til dæmis að gamall og skítugur sixpensari væri hattur. Engum heilvita manni dettur í hug að reikna með slíku höfuðfati sem hatti, allra sízt hörðum hatti. Enda gat Eyjólfur leyft sér við okk- ur hverja þá ósvífni sem honum sýnd- ist. Til dæmis þegar vinna hófst á morgnana eða eftir matmálstíma og kaffi, þá krafðist Eyjólfur þess að við værum búnir að setja upp vettlingana og binda á okkur brigðin (en þau höfðum 'við framan á okkur til að saltið færi ekki ofah í stígvélin okkar), áður en klukkan var orðin, og gerðum við þetta alltaf möglunarlaust, þó við vissum að samkvæmt samningum verkalýðsfélagsins áttum við að gera Jjað eflir að klukkan var orðin, en ekki í okkar eigin tíma. Einu sinni eftir seinna kaffi var Onundur klaki ekki búinn að binda á sig brigðið þegar Eyjólfur öskraði „Tíminn!“, og bannaði Eyjólfur honum þá að gera ]>að, og varð Ónundur að vinna brigð- 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.