Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 35
HATTAR islaus það sem eftir var dagsins, og um kvöldið voru stígvélin hans orðin full af salti. Stundum þegar mikið lá á að pakka svo nóg væri tilbúið þegar fisktöku- skipið kæmi, lét Eyjólfur okkur jafn- vel vinna í kaffitímunum, og einu sinni þegar Eggert hnykkur mannaði sig upp í að gera athugasemd við þetta, þá sagði Eyjólfur að hann mætti fara heim, ef hann gæti ekki látið vera að rífa kjaft. — ,,og þarft ekki að koma aftur. Og þá geturðu haft eins langan kaffitíma og þér sýnist.“ Þetta var venjan hjá Eyjólfi, þegar hann vildi píska okkur áfram, að hafa í hót- unum um að reka okkur heim, og fylgdi þá jafnan þessi sama athuga- semd: „og þarft ekki að koma aftur,“ — en það var atvinnuleysi í bænum. Og auðvitað guggnaði Eggert og vann möglunarlaust í kaffitímanum eins og við hinir: „Eg held það sé nóg í ykkur helvítis kaffiþambið, þó þið hundskizt til að vinna þessar skitnu fimmtán mínútur og bætið með því svolítið upp það sem þið hafið svikizt um,“ sagði Eyjólfur. Sjálfur var liann veikur í maga og mátti ekki drekka kaffi. Það var líka helzt, að við svikjumst um. Sannleikurinn var sá að við þorð- um varla að líta upp úr fiskinum allan daginn og unnum eins og skepnur. Við þorðum ekki einu sinni að skreppa frá, þó við ættum lífið að leysa, enda hafði Eyjólfur lagt blátt bann við því. Þetta bann hans bitnaðí harðast á Önundi klaka, því að vegna einhvers innanmeins þurfti hann að létta á sér miklu oftar en venjulegt er. Einu sinni hafði hann ekki getað stilll sig, heldur skroppið frá, þegar hann- hélt að öllu væri óhætt og Eyjólfur staddur einhversstaðar inni í bæ, ern hverjum skyldi hann þá mæta í dyrun-- um nema Eyjólfi sjálfum. Eyjólfur rak liann auðvitað öfugan að borðinu aftur og skammaði hann undir drep og lauk máli sínu á þessa leið: „Ég ætla bara að lála þig vita það, Önund- ur klaki, að annað hvort útvegar þú þér nýja blöðru og hættir þessu rápi. eða þú mátt fara heim og þarft ekki að koma aftur.“ — Eftir þetta gerði Ön- undur enga tilraun til að skreppa frá, og vissum við að hann kvaldist oft mikið, því að hann var auðvitað enn með sína gömlu blöðru. Eyjólfur hafði líka bannað okkur að taka í nefið í vinnunni. „Ég held það séu nógu fyrirferðarmikil og ó- þverraleg á ykkur andskotans nefin, þó þið séuð ekki með þau úttroðin af tóbaki yfir fiskinum,“ sagði hann. Sannleikurinn var þó sá, að nefið á honum var tiltölulega stærra en nefið á nokkrum okkar hinna, og miklu ljótara, því að einhverntíma þegar hann stundaði sjó á sínum yngri ár- um og verið var að leggja línuna, hafði einn krókurinn slengzt upp í miðsnesið á honum og rifið það úr, svo að nef hans var ásýndum eins og TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAH 145 10

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.