Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 37
HATTAR eða verður að standa kyrr þó þú sért kominn í spreng? Það borgar sig ekki, segir þú, það borgar sig ekki að rísa upp á móti ofbeldinu eins og frjáls og elegant rnaður? Akkúrat það já. Það borgar sig kannski betur að láta svona bandítt eins og Eyjólf komast upp með að bjóða sér annað eins ókúltí- verað brútalítet eins og það að þú skulir skaffa þér nýja blöðru eða hætta annars í vinnunni? Hvað kem- ur Eyjólfi við hvernig blaðran í þér er? Ef hún er eitthvað kannski minni en aðrar blöðrur, eða í ólagi eða ein- hvernveginn ööruvísi en gengur og gerist, sem ég veit ekkert um og skipti mér ekkert af, þá er það auðvitað mál sem kemur þér einum við, og engum öðrum, og þegar Eyjólfur er með svona óforskömmugheit, þá eigum við auðvitað að rísa upp sem einn maður og segja honum að éta skít og passa helvítis blöðruna í sjálfum sér, — þó það standi kannski ekki beint í Biblí- unni.“ Hnykkurinn var mjög mælskur og hreif mig alltaf með ræöusnilld sinni. Ég sagði: „Heyr!“ En Önundur var tregur til að viÖurkenna blöðruna í sjálfum sér sem það stórmál er Egg- ert vildi gera úr henni. „Gerðu þér ekki áhyggjur út af því, Eggert minn,“ sagði Önundur. „Hafðu ekki áhyggjur af því hvernig aðrir menn eru innvortis líkamlega. Enda gerir ekkert til þó menn séu þar kannski eitthvað í ólagi, það gerir ekkert til, ef þeir eru í lagi sálarlega bæði innvortis og útvortis. Því að ef sálin er í lagi, þá gerir ekkert til hvað harÖstjórar heimsins vilja banna líkamanum. Ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Eggert sneri sér venjulega síðast að Pétri Extralong. „En þú, Pétur,“ sagði Eggert. „Ekki trúi ég því á þig að þú viljir halda áfram að liggja svona eins og úldin skata í kösunargryfju smánar- innar. Þú ættir þó, sakaríana boldang, að vera nógu langur til að þora að setja hnefann í borðiö og segjast vera síviliseraður maður.“ Samt vissi Eggert það eins og allir aörir, að Pétur var manna ólíklegast- ur til stórræðanna í þessum efnum. Hann hafði, sem og raunar hinir tveir jafnan líka, látið afskiptalaus öll stétt- arleg átök hér í plássinu. Hann var af þeirri manntegund sem er hvergi ofaukiÖ og ekki heldur saknað neins- staðar, rósemdarmaÖur sem vann allt- af með jöfnum hægum hraða, sinaber maður sem horfði á heiminn utan úr horni, Færeyingur. En einn kost hafði Pétur umfram marga aðra menn: hreinskilni. Enda svaraði hann Egg- erti jafnan skýrt og skorinort: „Ta er som maöur segir: Oin kan vera tykkur, og oin kan vera langur, men hvað nyttar ta hvis kexatunnan er tom?“ Þannig fór sem sé um allar upp- reisnartilraunir Eggerts. Og hattur 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.