Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 38
TÍMARIT máls og menningar Eyjólfs verkstjóra hélt áfram að ríkja með sama miskunnarleysi, ógn og skelfingu yfir þessu umkomulausa samfélagi sixpensara. Einn maður var þó í náðinni hjá Eyjólfi verkstjóra. Þessi maður hét Sveinn, og kölluðum við Eggert hann okkar á milli Svein á Sömuskoðun, því að hann var alltaf á sömu skoðun og Eyjólfur og skreið fyrir honum. „Já, það er alveg satt sem þú segir,“ sagði Sveinn þegar Eyjólfur hafði hellt yfir okkur skömmunum. Hann var uppfullur með illgirni og skepnu- skap, og var mér sagt hann hefði orð- ið svona fyrir mörgum árum þegar hann eignaðist eitt sinn trillu, fram til þess tíma hefði hann ekki verið neitt mikið verri maður en almennt gerist. En hann fiskaði aldrei í haldið sitt, enda var hann víst óskaplega sjó- hræddur, og sögðu menn að vindur- inn hefði aldrei getað staðið svo beint upp í loftið að hann þyrði á sjó. Minnsta kosti fullyrti Eggert hnykk- ur að hann hefði aldrei hætt sér lengra út en svo, að hann gat pissað í land. Og sannaðist það á Sveini sem ég hef oft rekið mig á bæði fyrr og síðar, að því meiri rolur sem menn eru á sjó, því meiri er kjafturinn á þeim í landi. Svo þegar trillan hans Björns á Grund varð forlís þarna undir Blóðbökkun- um í Djúpaskarðsveðrinu fræga, þá seldi Sveinn sína trillu og gaf sig aft- ur algjörlega að landvinnu. Sveinn var hnúturinn á svipu öku- mannsins. Eyjólfur hafði hann í alls- konar snatti, en atti honum jafnframt fram til verstu óþokkaverkanna gagn- vart okkur og lét hann njósna um okk- ur þegar hann þurfti sjálfur að bregða sér einhverra erinda inn í bæ. Þá var það venjan hjá Sveini að læð- ast að borðinu til okkar, taka hand- fylli af salti og kasta því framan í Ön- und klaka. „Það verður að salta heil- agleikann, svo að hann skemmist ekki í þessum úldna félagsskap,“ sagði Sveinn og hló andstyggilega. Sveinn var skvaplega vaxinn og feitur, ann- álaður aumingi til vinnu, sagður ekki kvensterkur. En Onundur tók þessu jafnan með kristilegu umburðarlyndi og sagði aldrei orð þó við sæjum að hann sveið ægilega í augun og var lengi á eftir blindur af saltinu frá Sveini. Við hinir létum þetta líka af- skiptalaust, þó okkur Eggert að minnsta kosti langaði mest að taka Svein og hýða hann, því við vissum að slíkt hefði kallað yfir okkur reiði Eyjólfs verkstjóra, og það var at- vinnuleysi í bænum. Sveinn var svakalegur sóði. Tó- baksbann Eyjólfs náði auðvitað ekki til hans, enda var hann alltaf að taka í nefið, og snýtti sér innan í húfuna sína, og þegar hann setti hana upp hrundi tóbakið yfir andlitið á hon- um. Hann var sagður lúsugur, og þó hann væri jafnan allur af vilja gerð- ur að flaðra upp um Eyjólf, þá gætti 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.