Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
en fjallarefinn, sem er að vísu vitur
skepna en ber þó varla svo mikið skyn
á mannleg tignarmerki að hann kunni
að gera greinarmun á þýðingu hatts
og húfu. Og þegar við höfðum nú
þennan snyrtilega hatt Jóns bónda til
samanburðar við hatt Eyjólfs verk-
stjóra, þá varð okkur allt í einu Ijóst,
að hattur Eyjólfs var orðinn blettótt-
ur og tekinn að grána af mikilli notk-
un, meira að segja trosnaður á börð-
unum og beyglaður og sat á höfði Eyj-
ólfs eins og lítið soðpottskrifli á hvolfi
og gerði hann í rauninni hlægilegan.
Já, það var mikil stund í lífi okkar
þegar Jón bóndi gekk í fyrsta sinn inn
í fiskgeymsluhúsið. Stjarna þess hatts
sem hingað til hafði kúgað okkur and-
lega og líkamlega, innvortis jafnt sem
útvortis, fór að lækka um leið og þessi
nýi hattur birtist í ríki hans. Því að
máttur hvers hatts er háður því skil-
yrði að hann sé eina höfuðfatið sinn-
ar tegundar á viðkomandi stað; strax
og þangað kemur nýr hattur má sá
gamli fara að ugga að sér, og ef nýi
hatturinn er í þokkabót ennþá virðu-
legri, ennþá svartari og ennþá harð-
ari en sá gamli, kann að fara svo um
síðir, að gamli hatturinn glati öllu
sínu áhrifavaldi og falli í sömu ömur-
legu niðurlæginguna eins og hverjir
aðrir sixpensarar.
Og hinn leyndi jarðhiti byltingar-
innar fór smámsaman að ólga við yf-
irborðið.
Sérstaklega urðum við Eggert flj ótt
fyrir miklum áhrifum af hatti Jóns
bónda. Okkur sýndist bókstaflega lýsa
af honum eins og geislabaug á krúnu
heilags manns, þessi litli svarti harði
hattur á höfði þessa litla skrítna
sveitamanns var í okkar augum sjálf
hin rísandi sól frelsisins, varpandi
birtu, afli og yl inn í okkar kúguðu og
kjarklausu sálir. Við töldum víst að
Jón hefði komið hingað með hattinn í
þeim tilgangi einum að bjóða Eyjólfi
byrginn og gefa honum vísbendingu
um að lægja seglin og láta af ofstopa
sínum, og til þessa þurfti að dómi
okkar, hversdagslegra húfumanna,
hugrekki sem var ekkert minna
en ofurmannlegt. Enda sáum við að
Jón setti ekki upp vettlingana né batt
á sig brigðið fyrr en klukkan var orð-
in, og Eyjólfur lét það óátalið. Yfir-
leitt virtist Eyjólfur vilja forðast það
í lengstu lög að verða staðinn að því
að hafa veitt þessum nýja manni
minnstu eftirtekt. Og þetta varð til að
auka enn meir aðdáun okkar á Jóni.
Kúgarinn var þegar kominn á undan-
hald fyrir honum. Jón mundi ekki
hafa getað gefið okkur öllu ótvíræð-
ar í skyn hvað hann hugðist hér fyrir,
þó hann hefði gengið beint fyrir Eyj-
ólf og sagt: „Hvað villt þú upp á dekk,
vesæll maður með gamlan, trosnað-
an, blettóttan og beyglaðan skrípa-
hatt? Það er risin ný öld með nýjan
hatt. Mitt fólk heimtar sinn rétt. Mitt
150