Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 41
HATTAR fólk lætur ekki kúga sig lengur. Mitt fólk segir niður með þinn hatt!“ Við vorum hans fólk. í seinni kaffitímanum þennan sama dag hóf Eggert hnykkur uppreisnar- predikanir enn á ný, og nú gerði hann það af auknum krafti þeirra breyttu aðstæðna sem skapazt höfðu við til- komu Jóns bónda og hatts hans. Jón hafði ekki blandað sér í félagsskap okkar, heldur sat hann afsíðis einn sér og drakk sitt kaffi úr flösku með gömlum sokkbol utanum, af lítillæti sannra mikilmenna, á meðan við, hin- ir hlekkjuðu þrælar sem hann var kominn til að leysa, drukkum okkar kaffi úr hitabrúsum. Jón sat það fjarri að hann gat ekki heyrt til okkar. ,,Jæja,“ sagði Eggert, „nú sjáið þið að hér er kominn maður sem hefur energí á hlutunum og er ekki að tví- nóna við að rísa upp gegn bandittaríi og skepnuskap Eyjólfs verkstjóra. Þessi maður er ekki roðhænsn eins og við, heldur elegant maður sem stend- ur á rétti sínum og fer eftir samning- um verkalýðsfélagsins og setur á sig vettlingana og bindur á sig brigðið eftir að klukkan er orðin, punktum og basta, og það fyrir nefinu á Eyj- ólfi verkstjóra, sem ekki þorir að segja múkk við því. Og af hverju þor- ir Eyjólfur ekki að segja múkk við því? Það er af því hann sér að Jón er frelsis og flottheita maður sem al- drei lætur kúga sig. Og á hverju sér hann það? Hann sér það á því að Jón er ekki hræddur við að standa á móti honum með hatt eins og hann sjálfur, meira að segja hatt af nákvæmlega sömu sort og fabríkasjón, nema hvað hattur Jóns er allur miklu meira upp á respektina. Og ég skammast mín ekkert fyrir að segja það, að þetta sýnir meiri elegansa en ég hefði nokk- urntíma þorað að sýna; að koma spás- sérandi í vinnuna til Eyjólfs verk- stjóra með svona hatt á höfðinu, til þess þarf meiri kjark og energí held- ur en við hefðum allir til samans get- að pumpað upp í okkar vesælu sálum. Og ég sé enga ástæðu til að tala neitt út úr vömbinni með það, að hér er tækifærið fyrir okkur alla að verða menn. Nú eigum við allir að fara á einu róli til Jónasar Skálans og kæra Eyj ólf verkst j óra og biðj a Jón að haf a orð fyrir okkur og tilkynna Jónasi að hann verði að láta Eyjólf hætta öllu svínaríi, annars munum við stræka á hann og heimta nýjan verkstjóra. Já, ég segi að hér höfum við tækifærið, hér höfum við sjansinn. Ég er nefni- lega brandsikker á því að Jón bíður bara eftir því að við biðjum hann að hífa okkur upp úr þeim drulluhaug ræfilsháttarins sem við höfum allir dúndrað niður í. Þessi maður hefur að vísu ekki komið hingað með nein- 151
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.