Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um skarkala eða fýrverkeríi, en þó
þarf enginn, sem séð hefur hatt hans,
að efast um að hann er klár í hvað
sem er og sólíd karakter og ekta
séff .. “
Hnykkurinn var í fullum húmmer
þennan dag, talaði langt mál og sló
um sig með útlenzkunni af meiri list
en nokkru sinni fyrr og hreif mig svo
að ég hrópaði „Heyr!“ hvað eftir
annað. En sálarlíf eldri mannanna
hafði ennþá ekki tekið þeim breyting-
uin að þeir gætu talizt vera orðnir lið-
tækir hyltingarseggir.
„Þú segir það, Eggert minn,“ sagði
Onundur klaki. „Þú segir það, að við
eigum að fara að rísa upp á móti vfir-
manni okkar, bara af því það er kom-
inn hingað nýr maður með hatt. Ver-
ið getur það. Það getur svo sem meira
en verið. En getur ekki líka verið, ég
varpa því bara svona fram til athug-
unar, getur ekki líka verið, að þó við
losnuðum við Eyjólf, þá fengjum við
kannski ekkert hetri verkstjóra?
Kannski fáum við betri verkstjóra.
Það getur svo sem vel verið. En getur
ekki líka verið að við fáum bara verri
verkstjóra? Bezt get ég trúað því að
við fáum bara verri verkstjóra.“
„Segjum tveir,“ sagði Þórður í
Sveinsbæ. „Skil auk þess ekki að þetta
sé sá hattur að allt þurfi að fara á ann-
an endann út af honum. Annan eins
hatt hefur maður nú séð.“
Og Pétur Extralong sagði:
„Ta er som maður segir: Visa mér
ikke hattinn; visa mér heldur ta som
under liggur.“
Þegar við gengum aftur að verkun-
arhorðinu, sagði Eggert við mig:
„Allt kalkað saman, allt klosskalkað
saman í hausunum á þessum gömlu
andskotum.“ Það sauð í honum reið-
in yfir því hvernig flóðöldur hinnar
miklu ræðusnilldar hans brotnuðu
alltaf á þessum þremur klettadröng-
um þeirrar spakvitru vesældar sem er
kölluð lífsreynsla. Og ég skildi hann
vel.
En þó undarlegt megi virðast, þá
var það ekki hinn mælski Hnykkur
sem hóf uppreisnina í verki, heldur
var það hinn friðsami og orðvari
guðsmaður Önundur klaki.
Undir hættitíma þennan sama dag
þurfti Eyjólfur að bregða sér inn í
bæ og setti Svein til að njósna um okk-
ur á meðan, og leið þá ekki á löngu
unz Sveinn var kominn, samkvæmt
venju sinni, eins og feit rotta að borð-
inu til okkar og búinn að kasta hnefa-
fylli af salti framan í Önund klaka. Og
meðan Önundur stóð og þurrkaði
saltið úr augunum, spurði Sveinn:
„Segðu mér í trúnaði, Klaki sæll,
hvernig heldur þú að þessi frægi frels-
ari þinn hafi farið að allan þennan
tíma sem hann liékk á krossinum án
þess að geta nokkru sinni skroppið
frá?“
Hin tárfullu augu Önundar urðu
allt í einu eldhvöss og skutu gneistum.
152