Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 43
HATTAR Hann snaraðist að Sveini, þreif í hekkið á honum, kastaði honum upp á fiskstæðuna og reiddi hnefann hátt til höggs. En hann áttaði sig á síðustu stundu, lét hnefann síga, sleppti Sveini, sneri sér aftur að borðinu og hélt áfram að skera hnakkablóðið. Sveinn skreiddist þegjandi niður af stæðunni og hljóp út úr húsinu. Þetta var á útborgunardegi, og um kvöldið brugðum við Eggert út af venju okkar og gáfum hvor sína krón- una til kristniboðs í Kína. Morguninn eftir mætti Onundur til vinnunnar eins og ekkert hefði í skor- izt, og það var ekkert sagt, engum hefndarráðstöfunum beitt, atburður gærdagsins virtist eiga að vera gleymdur, en þegar hinir fóru að setja á sig vettlingana og brigðin, stóðum við Eggert með hendur í vösum og höfðumst ekki að. Eyjólfur stóð fyrir aftan okkur, og við vissum að hann hélt á úrinu og taldi mínúturnar. Við störðum báðir þangað sem Jón bóndi stóð við pökkunarpallinn og var að laga sig til undir daginn, troða nær- skyrtunni niður í víðar vaðmálsbux- urnar og bretta hina allt of víðu peysu sína vel og vandlega upp um mittið; við höfðum ekki augun af hatti hans. Ég var með hjartslátt og sá útundan mér að barkakýlið á Eg^erti gekk upp og niður. Svo öskraði Eyjólfur: „Tíminn!“ Þá loks fórum við Eggert að setja á okkur vettlingana og brigðin, en snerum okkur ósjálfrátt við til hálfs um leið, af ótta við að verða annars barðir í hnakkann. En Eyjólfur var þá að vinda upp úrið með mestu hægð og spekt. Síðan stakk hann því á sig. Sveinn á Sömuskoðun stóð hjá honum og horfði á hann eins og hund- ur sem bíður eftir því að húsbóndinn sigi sér. En honum var ekki sigað. I kaffitímanum þennan morgun var Hnykkurinn í góðu skapi og býsna drjúgur með sig. „Jæja,“ sagði hann, „þarna sjáið þið hvort maður getur ekki staðið sig á móti brútalítetinu, bara ef maður er nógu staffírugur og ákveðinn. Þarna sjáið þið að Eyjólfur er í raun og veru ekki annað en hamphaus og náskata, sem ekkert þorir, bara ef maður lætur hann grilla svolítið í sparitennurnar.“ Jón bóndi hélt uppteknum hætti að sitja einn sér og blanda sér ekki í fé- lagsskap okkar. Þetta skildum við Eggert þannig, að hann vildi fullreyna okkur, áður en hann legði nokkuð til málanna sjálfur, vildi sannfærast um dirfsku okkar og baráttuþrek, áður en hann gengi sjálfur fram á vígvöll- inn til að bjóða okkur forustu sína og hefja lokasóknina. Og sýndist okkur þetta ekki annað en sjálfsögð varúð- arráðstöfun og vottur mikillar stjórn- vizku. Eggert leit alltaf öðru hverju 153
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.