Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 53
HATTAR
„Maður lifandi! “ hrópaði hann.
„Það skal verða orðinn síður á verk-
stjóra vorum rassinn um þetta leyti á
morgun!“
Jón bóndi fór einn sér eins og ávallt
og gekk nokkru fyrir aftan okkur. Yið
Eggert hægðum ferðina unz hann
náði okkur.
„Við ætlum að fara til Jónasar
Skálans í hádeginu á morgun og kæra
Eyjólf verkstjóra,“ sagði Eggert, ekki
laus við feimni gagnvart þessu mikla
átrúnaðargoði okkar.
En Jón þóttist koma ofan úr reiða.
„Ajá,“ sagði hann. „Hefur Eyjólf-
ur gert eitthvað af sér?“
Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem
við höfðum gefið okkur á tal við Jón
bónda. Rödd hans var mjög einkenni-
leg, og seinna áttuðum við okkur á
því að hún hljómaði eiginlega alveg
eins og rödd æðarfuglsins, og þá
skildum við líka ástæðuna til þess:
allan þann tíma sem Jón dvaldist í fá-
sinni Klungravíkur hafði hann — ef
undan var skilin kerling hans — ekki
haft neinn að tala við nema kollurnar
í varpi sínu, og þannig orðið fyrir
áhrifum af málfari þeirra, — en eins
og á stóð nú tókum við ekkert eftir
þessu, og held ég næstum að hin skil-
yrðislausa aðdáun okkar á Jóni hafi
látið rödd hans hljóma líkar erni en
æðarfugli þegar við heyrðum hana í
þetta sinn.
„Já, við ætlum að fara þess á leit
við Skálan að hann sjái til þess að
Eyjólfur bæti ráð sitt og láti af því
ranglæti sem hann hefur beitt okkur,
og loki umfram allt lúgunni í loftinu,
að öðrum kosti munum við kæra mál-
ið fyrir verkalýðsfélaginu,“ sagði
Eggert. „Og okkur langar til að fara
þess á leit við þig að þú hafir orð fyr-
ir okkur.“
Hnykkurinn talaði nú lágt og
virðulega og vandaði mál sitt, og mér
fannst það mjög viðeigandi í áheym
svona mikils manns.
„Já,“ sagði Jón. „Það þyrfti endi-
lega að loka lúgunni. Það er svo mik-
ill hávaði af vélinni þarna uppi, að
minnsta kosti meiri hávaði en ég á
gott með að þola, vanur allri kyrrð-
inni í Klungravík. Satt að segja hef
ég verið að furða mig á því hvers
vegna lúgan er höfð opin, hélt það
vær kannski af því vélin gæti bilað ef
hún yrði byrgð inni í öllum hávaðan-
um frá sjálfri sér? En því viljið þið
láta mig hafa orð fyrir ykkur? Ekki
svo að skilja, það er guðvelkomið, ég
þekki Jónas Skálan, þetta er ágætis-
maður, konan hans og ég erum þre-
menningar, hún er dóttir hans Guð-
mundar sem bjó á Tröllabjargi, Guð-
mundur var dugnaðarmaður en ó-
heppinn, það féll skriða á túnið hjá
honum og hann náði aldrei almenni-
legri rækt í það aftur, afi Guðmundar
var Hallgrímur hreppstjóri í Felli, en
langafi hans var séra Björn á Eyktar-
163