Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 53
HATTAR „Maður lifandi! “ hrópaði hann. „Það skal verða orðinn síður á verk- stjóra vorum rassinn um þetta leyti á morgun!“ Jón bóndi fór einn sér eins og ávallt og gekk nokkru fyrir aftan okkur. Yið Eggert hægðum ferðina unz hann náði okkur. „Við ætlum að fara til Jónasar Skálans í hádeginu á morgun og kæra Eyjólf verkstjóra,“ sagði Eggert, ekki laus við feimni gagnvart þessu mikla átrúnaðargoði okkar. En Jón þóttist koma ofan úr reiða. „Ajá,“ sagði hann. „Hefur Eyjólf- ur gert eitthvað af sér?“ Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem við höfðum gefið okkur á tal við Jón bónda. Rödd hans var mjög einkenni- leg, og seinna áttuðum við okkur á því að hún hljómaði eiginlega alveg eins og rödd æðarfuglsins, og þá skildum við líka ástæðuna til þess: allan þann tíma sem Jón dvaldist í fá- sinni Klungravíkur hafði hann — ef undan var skilin kerling hans — ekki haft neinn að tala við nema kollurnar í varpi sínu, og þannig orðið fyrir áhrifum af málfari þeirra, — en eins og á stóð nú tókum við ekkert eftir þessu, og held ég næstum að hin skil- yrðislausa aðdáun okkar á Jóni hafi látið rödd hans hljóma líkar erni en æðarfugli þegar við heyrðum hana í þetta sinn. „Já, við ætlum að fara þess á leit við Skálan að hann sjái til þess að Eyjólfur bæti ráð sitt og láti af því ranglæti sem hann hefur beitt okkur, og loki umfram allt lúgunni í loftinu, að öðrum kosti munum við kæra mál- ið fyrir verkalýðsfélaginu,“ sagði Eggert. „Og okkur langar til að fara þess á leit við þig að þú hafir orð fyr- ir okkur.“ Hnykkurinn talaði nú lágt og virðulega og vandaði mál sitt, og mér fannst það mjög viðeigandi í áheym svona mikils manns. „Já,“ sagði Jón. „Það þyrfti endi- lega að loka lúgunni. Það er svo mik- ill hávaði af vélinni þarna uppi, að minnsta kosti meiri hávaði en ég á gott með að þola, vanur allri kyrrð- inni í Klungravík. Satt að segja hef ég verið að furða mig á því hvers vegna lúgan er höfð opin, hélt það vær kannski af því vélin gæti bilað ef hún yrði byrgð inni í öllum hávaðan- um frá sjálfri sér? En því viljið þið láta mig hafa orð fyrir ykkur? Ekki svo að skilja, það er guðvelkomið, ég þekki Jónas Skálan, þetta er ágætis- maður, konan hans og ég erum þre- menningar, hún er dóttir hans Guð- mundar sem bjó á Tröllabjargi, Guð- mundur var dugnaðarmaður en ó- heppinn, það féll skriða á túnið hjá honum og hann náði aldrei almenni- legri rækt í það aftur, afi Guðmundar var Hallgrímur hreppstjóri í Felli, en langafi hans var séra Björn á Eyktar- 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.