Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR koma fram í gervi Bogesens. hrepp- stjórans á Útirauðsmýri, Péturs Þrí- hross eða annarra ópersónulegri mátt- arvalda, eins og bankans eða stjórnar- innar eða kóngsins. Við vitum vel að í þessari baráttu á alþýðumaðurinn, fá- tæklingurinn, enga von ef hann stend- ur einn. Það er harmleikur Bjarts í Sumarhúsum, — og sömu örlögin birt- ast í tilsvari Grindvíkingsins við Arnas Arnæus: „Minn herra á aungvanvin“. Nú er það síður en svo ætlun mín að halda því fram að skáldrit Hall- dórs séu framar öllu merkileg vegna þess áróðursgildis sem í þeim felst. Miklu nær væri að segja að þau hefðu áróðursgildi vegna þess hvað þau eru mikil listaverk. Lífsskoðun Halldórs og list eru svo fléttuð saman að þar er ekki unnt að greina á milli. List hans er helguð hinu líðandi og stríðandi mannkyni, baráttunni fyrir betra lífi, baráttunni fyrir lífinu sjálfu. Maður- inn sjálfur er uppistaðan, þrengingar hans og þjáningar, og afstaða höfund- arins er mótuð af trúnni á manninn og samúðinni með honum og baráttu hans. Þessi afstaða, þessi skilningur, þessi samúð, er undirstaðan undir þeirri miklu reisn sem harmleikurinn fær t. d. í Sjálfstæðu fólki og í Ljós- víkingnum, þar sem höfundurinn nær hinu klassiska hámarki tragedíunnar, þeirri kaþarsis, eða hreinsun sálarinn- ar, sem skapast lesandanum við nautn mikils listaverks. Til að ná þessu marki notar Hall- dór Kiljan öll þau töfrabrögð máls og stíls sem honum eru tiltæk. Vald hans á máli er með ólíkindum og fjölbreyti- leikur stílsins svo mikill að furðu gegnir. Það væri hlægilegt að ætla að reyna að skilgreina stíl hans með fá- um orðum; það. er ekki úr vegi að nefna á þessum stað að í ritum Hall- dórs bíður íslenzkra bókmenntafræð- inga og málfræðinga mikið og lær- dómsríkt verkefni, þar sem er rann- sókn á máli hans og stíl. Það mætti benda á fjölda atriða sem hvert um sig leggja til sinn drátt í heildarmynd- ina. Eitt þeirra er notkun hans á and- stæðum. Stundum breytist beiskasta raunsæi áður en nokkurn varir í draum og ævintýri; mjúklát kyrrð er rofin með harkalegu tilsvari eða skop- legum atburðum; sárasta alvara og kuldalegt gaman eða jafnvel hreinn gáski geta skipzt á með svo skjótum hætti að ævinlega kemur lesandanum á óvart; oft er torvelt að greina mörk- in hvenær persónurnar eru farnar að leika skopleik til að sýna á þeim nýja hlið eða koma fram nýjum sjónar- miðurn. Og allt í einu koma kaflar sem eru tærasta lýrík sem skrifuð hef- ur verið á íslenzka tungu í óbundnu máli. Náskylt þessum andstæðum stílsins er húmor skáldsins, þessi tví- ræða gamansemi þar sem glettnin ræður á ytra borði, en sjaldan er djúpt á alvörunni, og kuldalegu gamni virðist stundum helzt til þess beitt að dylja klökkvann í röddinni. 172
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.