Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sterkari í síðari bókum Halldórs. Þær háskasemdir sem steðjað hafa að ís- lenzku þjóðinni á síðustu árum hafa skerpt skyn hans á gildi þjóðlegra erfða, á þeim styrk sem Islendingar geta sótt í sögu sjálfra sín, sé hún lit- in réttum augum. Til þess hefur Hall- dór sýnt okkur manninn, hinn ís- lenzka mann, hafinn í æðra veldi, upp yfir tíma og rúm; hann hefur svipt af honum blæju rómantískrar fortíð- ardýrkunar, en dregið fram hið al- gilda og almannlega einkenni manns- ins sjálfs: baráttuna fyrir mannsæm- andi lífi, fyrir friði og lausn undan kúgun. „Skáldið er tilfinníng heims- ins, og það er í skáldinu sem allir aðr- ir menn eiga bágt,“ segir Ólafur Kárason; og ekkert „getur læknað skáldið af sársaukanum, ekkert nema betri heimur. Þann dag sem heimur- inn er orðinn góður hættir skáldið að finna til, en fyr ekki. En um leið hættir hann líka að vera skáld.“ Þessi orð eru ekki sögð út í bláinn; í þeim felst túlkun á viðhorfi höfund- ar til mannlífsins, til mannsins, og þau geyma svar Halldórs við spurn- ingunni um hlutverk skáldsins í mannlegu lífi. Og þau eru um leið mikilvæg til skýringar á því hvers vegna Halldór Kiljan Laxness hefur hlotið þann sess í hugum lesenda víða um heim sem raun er á orðin. Undir- stöðuvandamál mannsins eru alls staðar hin sömu. Skáldskapur sem rís af þeim grundvelli sem felst í orðum Ólafs Kárasonar er ekki byggður á sandi. Og þegar bygging listaverks- ins er reist með öllum töfrabrögðum snillings á mál og stíl mun hún standa óbrotgjörn í bragartúni. 174

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.