Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 65
SKÚLI GUÐJÓNSSON Bréf úr myrkri Stundum geta einstök orð, eða setn- ingar, sem maður heyrir í daglega líf- inu, eða útvarpi, vakið hjá manni þrá- látar hugleiðingar, sem sennilega væru betur óhugsaðar og vafalaust betur ósagðar. Titill á sögu, sem ég heyrði í út- varpi fyrir nokkrum dögum, hefur orðið þess valdandi, að ég opnaði rit- vélina mína til að skrifa bréf úr raun- verulegu myrkri, en ekki gervimyrkri, eins og áðurnefnd saga er skrifuð í. Mér varð innanbrjósts, nærri því eins og manninum sem missti glæpinn sinn þegar ég heyrði orðin: Bréf úr myrkri, notuð á svo gálauslegan hátt. Það hafði einhvernveginn komizt inn í höfuðið á mér, að við blindir menn hefðum nokkurskonar einkarétt, að vísu ólöghelgaðan, til þess að bera þau í munni. Og ég hugsaði með mér: Hvernig væri nú að skrifa einu sinni raunveru- legt bréf úr myrkri ? Nú myndi ef til vill einhver vilja spyrja. Hvernig fer aumingja maður- inn að því að skrifa í myrkri? Er þetta ekki tómt plat, lætur hann ekki einhvern skrifa fyrir sig? Ýmsir hafa spurt mig að því, hvort ég notaði ekki sérstaka ritvél, eitt- hvert galdraverkfæri, sem búið væri út fyrir blinda menn. Sem betur fer er málið miklu ein- faldara í framkvæmd en þessir menn álíta. Eg nota venjulega Olivette ferðaritvél og ég lærði á hana með ná- kvæmlega sama hætti og sjáandi menn að öðru leyti en því, að ég lét lesa fyrir mig æfingarnar í stað þess að lesa þær sjálfur. Hinsvegar er ekki því að levna, að ýmsir óþægilegir annmarkar fylgja því að skrifa í blindni. Það er alltaf nokkurskonar áhættuspil, — hvort það tekst algerlega, — sæmilega — þolanlega — eða allvel, en betra getur það aldrei orðið. í fyrsta lagi verður það aldrei vitað fyrir fram, hvort manni tekst að koma hugsun sinni þannig á pappírinn, að hún verði skiljanleg sjáandi mönnum. 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.