Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sérstaklega þarf maður að biðja guð að varðveita sig, ef sjáandinn er um leið hárviss gagnrýnandi. í raun og sannleika get ég tekið undir með Pílatusi sáluga og sagt: Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað. — Það sem einu sinni kemst á pappírinn verður að standa þar eins og það kemur fyrir af skepnunni, því verður ekki breytt. — Það vegur ekki nema að litlu leyti á móti þessum ann- marka, þótt ég af veikum mætti reyni að hugsa áður en ég skrifa. Þegar ég heyri það sem ég skrifa, verður mér oft innanrifja eins og manni, sem heyrir sína eigin rödd af stálþræði í fyrsta sinn. Ég hafði hugs- að mér þetta nokkuð á annan veg og mér finnst þá stundum, að mér myndi hafa tekizt að stýra fram hjá einhverj- um þeirra skerja. sem ég finn að ég hef steytt á, ef ég hefði séð hvað ég var að gera. í öðru lagi getur maður svo átt á hættu að fremja ýms veigaminni af- glöp við skriftirnar, sem geta eyðilagt allt verkið ef illa tekst til. — Komið getur fyrir, að maður gleymi að færa línubilið og skrifi ofan í sömu línu tvisvar. — Stundum getur komið fyr- ir að bandið fari í ólag án þess að maður verði þess var og þá skrifar maður og skrifar án þess að nokkuð sjáist á pappírnum. — Hinar mein- lausari stafavillur teljast ekki til stór- slysa, en eru þó einna skammarlegast- ar til frásagnar, því þær á að vera hægt að varast að miklu leyti með nægilegri aðgæzlu — en sú dyggð er víst ekki gefin mér nema af skornum skammti. Þegar ég missti sjónina fyrir tæp- um níu árum, var það ein hugsun, sem greip mig öðrum fremur ónota- lega: — Nú getur þú aldrei skrifað framar. Ég hef hlotið þann hvimleiða eigin- leika í vöggugjöf, að ef mér finnst ég þurfi að segja eitthvað, þá hef ég eng- an frið fyrir guði og samvizku minni fyrr en ég er búinn að segja það. En nú átti þessu að verða lokið. Ég hafði átt góðan lindarpenna. Við vorum vinir og ég gat trúað hon- um fyrir öllu, sem mér stóð huga næst. En eftir að ég missti sjónina gátum við ekki unnið lengur saman. Nokkrar tilraunir voru gerðar í þá átt, en þær enduðu allar með leiðind- um, og nú tek ég aldrei á penna, nema þegar embættismennirnir fá mér ein- hverja stauta til þess að pára nafnið mitt, svo sem eins og á skuldabréf, víxla. tékka, kvittanir, skattskýrslur og þess konar drasl. Stundum- heyri ég að þeir verða eitthvað mæddir yfir því, að nafnið hafi ekki lent á réttu striki, eða það hallist, því allt verður að vera rétt og hallalaust. sem skrifað er í embættisnafni. Hinu ber svo ekki að leyna, að ég var alltaf vantrúaður á að mér tækist 176

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.