Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 71
JOHN TAKMANN JOE HILL John Takmann er ritstjóri sænska tímaritsins Clarté og hefur hann vinsamlega sent Tíma- riti Máls og menningar þessa grein til birtingar. — Ritstj. Nafnið Joe Hill varð heimskunnugt að nýju af hinu fagra hrífandi söngljóði Paul Robesons, sem ort var og samið af þeim Alfred Hayes og Earl Robinson. Joe Hill er orðin þjóð- sagnahetja, og ef til vill er það rétt, sem Barrie Stavis segir í The man who never died, „að þjóðsagnapersón- an Joe Hill hafi komið í stað manns- ins Joe Hill.“ Þau tvö ár eða því sem nær, sem hann sat í fangelsi — frá 1913 til aftökudagsins 19. nóvember 1915 — barðist verkalýðshreyfingin í mörgum löndum fyrir frelsi hans. Margt var um hann ritað. Minningin um starf hans og persónuleika lifði um nokkurra ára skeið. Söngvar hans voru sungnir, sumir þeirra enn í dag. En nafn hans varð með undarlegum hætti viðskila við söngvana og hina raunverulegu atburði og fór sínar eig- in leiðir. Það varð goðsögn, eins og Barrie Stavis kemst að orði. Ef ekki hefðu verið til nein dag- blöð árið 1915, hefði það ef til vill beinlínis orðið deiluefni er frá leið, hvort Joe Hill hefði nokkurn tíma verið raunveruleg persóna. Það hefðu ekki varðveitzt um hann, frem- ur en t. d. Jesúm frá Nazaret og Shake- speare, aðrar persónulegar heimildir en þær sem unnt hefði verið að lesa út úr ritum, sem honum hefðu verið eignuð með réttu eða röngu eða úr sögum, sem varðveitzt hefðu á vörum fólksins. Hvað hét Joe Hill? Þeirri spum- ingu var ekki einu sinni svarað fyrr en 1949, þegar sænska tímaritið Folket i Bild birti nokkrar minningar- greinar og tvö bréf frá lesendum þess beindu leitinni á rétta braut. Fram að þeim tíma hafði verið talið — einnig í Svíþjóð — að Joseph Hillstrom, en undir því nafni gekk Joe Hill opinber- lega í Bandaríkjunum, væri hans rétta nafn, þ. e. a. s. sænskt nafn með ein- faldri amerískri hreytingu. En við 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.