Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rannsókn kom það í ljós með hjálp bréfanna, og annað þeirra var frá systur Joe Hills, sem enn er á lífi í Svíþjóð, að Joe Hill hét Joel Hágg- lund áður en hann fluttist til Banda- ríkjanna. Hann var fæddur 7. október 1879, ólst upp að Gávle í Norður-Sví- þjóð, vann í nokkur ár í Stokkhólmi og fluttist til Bandaríkjanna haustið 1902. Barrie Stavis hefur aflað ritaðra og munnlegra heimilda um Iíf Joe Hills á þessum tíma með elju og umhyggju. Þó er verr og miður, að hann lét und- ir höfuð leggjast að ná tali af sam- landa Joe Hills, sem var honum kunn- ugur á Bandaríkja-árunum. „Það gleður mig mjög, að Oscar Larson skuli vera á lífi enn þá,“ skrifar hann í ágúst í svarbréfi til mín. Oscar W. Larson, blaðamaður og frumherji í verklýðsmálum, sem var einn ná- komnasti vinur Joe Hill í Salt Lake City og einn af forystumönnum sam- fylkingarhreyfingarinnar þar, átti þá heima í Uppsölum eftir heimkomu sína frá Ameríku 1935 og honum stóð þessi tími í fersku minni. Ætlunin var, eftir að hann komst á ellilaun í árs- byrjun 1954, að hann tæki æviminn- ingar sínar saman í bók. (Um bréf og önnur skjöl, sem hann hafði eitt sinn undir höndum vestan hafs, hafði lög- reglan þar látið greipar sópal. Þessar torbættu heimildir fóru með honum í gröfina. Oscar W. Larson dó af af- leiðingum heilablóðfalls hinn 25. október. Skömmu áður hafði hann fengið bréf frá Barrie Stavis, sem gladdi hann mjög, en hann fékk ekki tækifæri til að svara því. Barrie Stavis hefði áreiðanlega get- að aflað sér nokkurra heimilda í við- bót, ef hann hefði ekki talið víst, að Oscar W. Larson og aðrir úr hópi einkavina Joe Hills, væru þegar allir árið 1948, þegar hann hóf heimilda- rannsóknir fyrir bók sinni The man who never died. Það ber samt ekki að skoða sem ákúrur, þótt þessar athuga- semdir séu gerðar um heimildir bók- arinnar. Á einum 116 síðum er þar saman þjappað efni, sem lýsir í furðu- lega skýrum dráttum skáldinu, söngv- aranum, verklýðsforingjanum og manninum Joe Hill. Höfundurinn hef- ur áður getið sér orð sem skáldsagna- höfundur og leikritaskáld, einkum fyrir harmleik sinn um líf Galileos, Lamp at midnight, og hver síða af ævisögu Joe Hills er gædd þeirri magnan og áhrifavaldi, sem stílsnill- ingi einum er unnt að ná með djúpri innsýn í efni sitt. Stavis harmar ann- ars, að hið knappa form hafi neytt sig til að þjappa efninu saman um of og útiloka ýmsar ritaðar heimildir. Fyrir 1911 var nafn Joe Hills óþekkt. Slóð hans verður aðeins rakin afar slitrótt í hópi tugþúsund flökku- verkamanna, migratory workers, sem ýmist unnu hér eða þar, í verksmiðj- um, námum og á bændabýlum, alltaf á þönum eftir að fá eitthvert handtak 182
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.