Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 73
JOE HILL
að gera. Atvinnuleysið var mikið og
starfskjör ófaglærðra verkamanna
venjulega mjög hrakleg. Hvar eða
hvenær Joe Hill komst til stjórnmála-
legs skilnings er ókunnugt. Stavis
heldur að hann hafi verið með frá
upphafi, annað hvort sem forgöngu-
maður eða a. m. k. einn af fyrstu fé-
lagsmönnunum, þegar verklýðssam-
bandið Industrial Worlters of the
World (IWW) stofnaði deild sína í
San Pedro í Californíu um áramótin
1909—1910. í sænska tímaritinu
Brand hefur ónefndur félagi Joe Hills
birt endurminningu, skömmu eftir af-
töku hans, um verkfall í vélsmiöju ár-
ið 1909, þar sem Joe Hill kom fram
sem reyndur forystumaður: „Hann
hafði frétt um baráttu okkar. Hann
skipulagöi hana. Hann greiddi úr öllu,
svo þrautreyndur sem hann var í slík-
um málum.“ Þetta er án efa rétt frá
skýrt. Þegar Joe Hill varð frægur í
einni svipan 1911 fyrir ljóð sitt um
Casey Jones — the union scah (verk-
fallsbrjóturinn Casey Jones), sem
hann orti í tilefni af verkfallinu mikla
við Suður-Kyrrahafsjárnbrautina og
varð fljótlega mjög vinsæll verklýös-
söngur um gjörvöll Bandaríkin, þá
mun hann hafa verið oröinn sjálfstæð-
ur og ábyrgur forystumaöur í IWW-
hreyfingunni, sem um þær mundir var
í örum vexti. Hún var að því leyti ólík
verklýðssambandinu American Fede-
ration of Lahor, sem aðeins var félags-
skapur faglærðra verkamanna, að til-
Joe Hill
gangur'hennar var að sameina skipu-
lega alla verkamenn, hvort sem þeir
voru búnir sérkunnáttu eða ekki, og
hvort sem laun þeirra voru lægri eða
hærri. Þetta skipulag hefur verið kall-
að syndikalistiskt. Sambandið varð
þannig mjög ósamkynja þáttum slung-
ið, og margir forystumenn þess, eins
og t. d. Elizabeth Gurley Flynn urðu
síðar félagar í Kommúnistaflokki
Bandaríkjanna.
Sú frægð, sem Joe Hill hlaut fyrir
ljóðið um Casey Jones hefur ef til vill
verið tilviljun að þakka. Talið er að
hann hafi áður ort og lagsett vinsæla
verklýðssöngva, sem hann stráði í
kringum sig af miklu örlæti og náðu
frægð sem alþýðusöngvar án höfund-
183