Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 75
JOE HILL Af rannsóknarniðurstöðum Stavis, sem að nokkru leyti eru reistar á heim- ildum, sem áður voru kunnar, er þó unnt að gera sér hugmynd um hið ein- stæða réttarhneyksli. Meðal alls þess, sem gjört var Joe Hill til bjargar, vek- ur þáttur Eckgrens, sænska sendiherr- ans í Washington, sérstaka athygli; skeyti þau sem hann sendi hvert eftir annað og bökuðu honum fjandskap koparkónganna eru þrungin persónu- legum innileik og réttlátri reiði. Wil- son forseti mótmælti einnig dauða- dómnum kröftuglega, þótt það væri haft að engu. Auðvitað kváðu afturhaldsblöðin við sama tón í þessum átökum eins og í máli Rosenberghjónanna. Auðvitað varð verjandi Joe Hills, Orrin Nelson Hilton, hafður að skotspæni ruddaleg- ustu svívirðinga og sviptur málfærslu- réttindum í Utah-ríki árum saman. Þá þegar, tveimur árum fyrir rússnesku byltinguna — þ. e. a. s. áður en hægt var að brenna allt framfarasinnað fólk, hverju nafni sem nefndist, með sama markinu: „flugumenn erlends ríkis“, þá þegar voru ofsóknirnar gegn því miskunnarlausar, lúalegar og ofstækisfullar. Barrie Stavis lætur tilvitnanir, sendibréf, símskeyti og blaðafregnir tala og segja ævisögu og gefa aldarfarslýsingu, sem á sér ómargar hliðstæður. Síðari helming- ur bókarinnar er í leikritsformi, og þar reynir höfundurinn að gera grein fyrir þeim málsatriðum, sem öruggar heimildir verða nú ekki fundnar um framar. Þar er nauðþvingaður lög- reglumaðurinn leiddur fram, þar eru dómararnir, afklæddir sýndarflíkum embættisins, þar eru vandræðaleg vitnin og þar eru fulltrúar verklýðs- hreyfingarinnar ásamt Joe Hill. Framkoma Joe Hills fyrir dómstól- unum var örugg og óttalaus, enda þótt hann gerði sér engar tálvonir. Dýr- mætt hefði nú mátt vera, ef hraðritað- ar heimildir hefðu varðveitzt frá þess- um réttarhöldum, þar sem spilltir þjónar réttvísinnar, sem fellt höfðu dauðadóm yfir fanga sínum fyrir fram, svöruðu áskorun hans með aumlegustu undanbrögðum. í stað þess verðum við nú að láta okkur nægja tilvitnanabrot úr dagblöðum frá þessum tíma, leiftrandi rökfærslu Hiltons málfærslumanns, svo sem í hinni tveggja klukkustunda löngu ræðu við jarðarförina, og skýrslur Joe Hills, einkenndar af rólegri alvöru fremur en hvassri kímni hans. En það er ekki heldur svo lítið! Hann var særður af skammbyssu- kúlu, sem hafði farið í gegnum annað lungað, þegar hann var handtekinn. Slíkir atburðir voru hversdagsleg tíð- indi á þessum slóðum, þar sem hver fullorðinn borgari eða því sem nær bar skotvopn. En þetta voðaskot var nú sett í samband við morð á tveimur mönnum, sem framið hafði verið sama kvöldið, og það var aðalákæru- efnið gegn honum við réttarhöldin. 185

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.