Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 77
JOE HILL heilann um lög mín og „ljó3“ hér inni og laumað þeim út um rimlana, án þess heimurinn fái hugmynd um að þar hafi ekki allt komið í einn stað niður . . Það var satt. Hann skrifaði The re- bel girl og samdi lagið við hana án þess hann hefði aðgang að hljóðfæri. Að áeggjan eins félaga síns orti hann háðkvæði á móti atvinnuleysinu og biðröðunum við súpugjafastöðvarnar (soup lines) við lagið It’s a long way to Tipperary. Þegar hann fékk bréf um fjöldauppsagnir verkafólks, svar- aði hann því til, að það ætti að útbýta prentuðum seðlum, „a Declaration of Moratorium“ (tilskipun um gjald- frest), meðal atvinnuleysingjanna: „Hér með er staðfest, að handhafi þessa vottorðs er verkamaður, sem ekki hefur fengið neitt að starfa, og á því rétt á húsaskjóli leigulaust þar til hann hefur orðið sér úti um atvinnu. (Undirskrift) The Workers Mora- torium Leage oj New York.“ — Þetta kann að virðast meinlaus fyndni fljótt á litið, en þegar betur er að gáð, er ljóst að þetta yrði þó til nokkurs," skrifar hann. „Það myndi sýna fram á, að samtökin The No-rent Leage voru skipulögð hreyfing, en ekki augnablikshugmynd neins einstakl- ings. Og það myndi vera nógu óvenju- legt til að vekja athygli almennings og hinna fréttagírugu dagblaða.“ Aftökudagurinn var í fyrstu ákveð- inn 30. september. En fyrir íhlutun Wilsons forseta daginn áður vannst þriggja vikna frestur. Joe Hill starfaði fyrir hreyfingu sína til hinztu stundar. Inntakið í öllum kveðjubréfum hans og skeytum var þetta: Syrgið mig ekki!-Skipuleggið samtök okkar! Ein- hvern síðasta daginn sem hann lifði orti hann og lagsetti ljóðið Do not take my papa away, en það er ákall gegn stríði, „dedicated to the Dove of Peace“ (tileinkað dúfu friðarins). Aðalritara IWW, William D. Hay- wood, sendi hann tvö símskeyti dag- inn fyrir aftökuna. í öðru voru þessi kveðjuorð: „Goodbye, Bill. I will die like a blue rebel. Don’t waste any time in mourning. Organize.“ í hinu bað hann vin sinn að sjá um að lík sitt yrði flutt frá Utah: „It is only a hundred miles from here to Wyoming. Could you arrange to have my body hauled to the State line to be buried? I don’t want to be found dead in Utah.“ Barry Stavis birtir alllanga grein úr blaði í Salt Lake City um síðasta ævi- dag Joe Hills. Allan fangelsistímann hafði blaðið tekið þátt í þeim tryllta hatursáróðri sem yfirvöldin og námu- kóngarnir í Utah efndu til. Og sá blaðamaður, sem þannig var leyft að heimsækja Joe Hill kvöldið fyrir af- tökuna átti áreiðanlega það eitt erindi að leggja sitt fram til að ljúka ofsókn- unum eins og til hafði verið slofnað. En þetta viðtal stakk þar óvænt í stúf, það varð alvarleg frósögn, þar sem að- 187

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.