Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
dáun blaðamannsins skín út úr hverri
setningu.
Jarðarförin fór fram í Chicago
nokkrum dögum síðar. Snemma um
morguninn varð West Side Audi-
torium, sem rúmaði þrjár þúffundir
manna, þjettskipað fólki. Ræður voru
fluttar á ensku, sænsku, rússnesku,
ungversku, spænsku, ítölsku, þýzku,
jiddisch, lettnesku, og ef til vill enn
fleiri tungumálum. Talið var, að þrett-
án þúsund manns hefðu gengið í lík-
fylgdinni frá ræðusalnum til bálstof-
unnar. Úti fyrir hljómuðu söngvar
Joe Hills frá mannhafinu þar til kom-
in var nótt. Fréttaritari nokkur kemst
svo að orði: „Hvers konar maður er
þetta? — dauði hans er hátíðlegur
gjör með uppreisnarsöngvum, og
„það eru fleiri syrgjendur við líkbör-
ur hans heldur en nokkurs kóngs eða
stórhöfðingja“. Og annar segir svo:
„Öll borgin brýtur ennþá heilann um
það, hvers konar fólk þetta sé, sem
syrgir í fagurrauðu í staðinn fyrir í
svörtu og gengur til hinztu hvílustaðar
fallins félaga síns með baráttusöngva
á vörunum í stað sorgarsálma.“
Joe Hill, ungi sænski verkamaður-
inn, sem orti ljóð sín á ensku og blés
verklýðshreyfingunni um gjörvalla
Ameríku eldmóði og hugrekki í
brjóst, lifði áfram og lifir enn í dag
sem þjóðsagnahetja í öllum löndum
heims. Kostgæfileg heimildasöfnun og
hrífandi frásögn Barrie Stavis hefur
orkað til að sameina aftur þjóðsöguna
um Joe Hill og minninguna um mann-
inn sjálfan. í Svíþjóð er nú verið að
undirbúa minningarhátíð um þennan
mikla son verkalýðsins hinn 19. nóv-
ember 1955, en þá eru fjörutíu ár liðin
frá hetjudauða hans. Væntanlega
verður þess afmælis einnig minnzt á
líkan hátt í mörgum öðrum löndum.
Heiti ofannefndrar bókar og heimilisfang
útgefanda er: The Man Who Never Died:
A Play About Joe Hill, With Noles On Joe
Hill And His Times, by Barrie Stavis, Haven
Press, 545 5th Ave., New York 17. ($ 3.00.)
Þorsteinn Valdimarsson þýddi.
188