Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR syni lætur fátt betur en lýsingar á veður- ofsa, ófærð' og hamförum náttúrunnar. Og örnefni þau sem hann býr til eru flest tákn- ræn og lýsandi. Þýðing Jakobs Smára á Fóstbræðrum er svipfalleg og góð. * Vargur í véum er fimmtánda bindi safns- ins. Hún kom fyrst út á dönsku 1916, en ís- lenzka þýðingin 1917. Þetta er hálfgerð uppreisnarsaga, þar sem aðalsöguhetjan er Ulfur sonur séra Ljóts dómkirkjuprests í Reykavík, en baksvið eru annars vegar pólitískar refjar og vélabrögð Geirs Thor- geirs ráðherra og fjölskyldu hans og hins vegar föst fyrirstaða, traustleiki og bjarg- festa gamla prestsins. Kvenhetjan í sögunni er Margrét dóttir ráðherrans, þau Úlfur elskast út af lífinu, en hann er ekki maður til að standa við ást sína og dettur í drykkjuskap. Þetta kemur þeim mun verr við sem þetta er á bannárunum og Úlfur er starfsmaður stjórnarráðsins, undir stjórn Geirs Thorgeirs ráðherra. Umhverfið þrýst- ir honum niður og gerir hann óánægðan með alla tilveruna, en þó mest sjálfan sig. Annars verður ekki sagt í stuttu máli frá efni þessarar sögu svo að viðhlítandi sé, hún drepur of víða niður til þess. Sagan lýsir innri spillingu æðstu valdhafa þjóðfélags- ins, dregur taum þeirra sem verða fyrir vonda barðinu á tilverunni og lenda á rangri hillu. Þrátt fyrir ömurlegt niðurlag sögunnar er það þó hið góða, lífið sjálft. sem verður ofan á að lokum. Hetjan fellur, en heldur velli. Hégómleikinn og metnað- argirnin eru horfin út í horn að sögulokum. Þýðing Vilhjálms Þ. Gíslasonar er slétt- felld og þó skemmtileg. * Sextánda bindi ritsafnsins er sagnasafn og ber heitið Fjandvinir, dregið af einni smásögunni. Stærstu sögurnar í safninu eru Aðverita, sem kom fyrst út á íslenzku í þýð- ingu Magnúsar Asgeirssonar 1939, og ný saga, Brimhenda. — Aðventa er alltaf heill- andi saga og enn sem fyrr tekst Gunnari bezt upp þegar hann lýsir baráttu manns- ins við höfuðskepnurnar, en í Aðventu stendur fjármaðurinn ekki einn, heldur er liann í góðu sálufélagi við hundinn sinn og forustusauð. — Þá eru í bindinu níu smá- sögur, gerðar á árunum 1916—18, margar snjallar. Ein þeirra, Fjandvinir, lýsir við- stöðulausum deilum svilanna Sigmundar og Jóns sem búa saman og hafa það sveit- ungum sínum og skrattanum til skemmtun- ar að standa í árlegum málaferlum út af óskiptri sameign í jörðinni. En þegar annar hefur hrapað fyrir björg í smalamennsku og hinn þar með misst nöldrið sitt hefur hann ekki lengur neitt til að lifa fyrir, tek- ur að hærast og hengir sig út úr því. Þó er þetta ef til vill ekki bezta sagan. Sagan um snobbarann Snókdalín sem gerist þjófur úr sjálfs sín hendi til að kaupa kjólföt, kemst við það í fínna manna tölu, en brestur þrek til að halda áfram að vera fínn þjófur, er nöpur og nábeitt lýsing. Ein bezta sagan er Sendibréf, þar sem heimasætan segir frá viðureign sinni við enska braskarann — sem raunar er í annara þjónustu — og hvernig hún fékk eyðilagt samning þann er faðir hennar hafði gert við hann um að selja útlendingum fossinn Glym, — hver þekkir ekki tildrög sögunnar og þó er hún samin á heimsstyrjaldarárunum fyrri? En Bretinn hefur þann manndóm fram yfir ís- lenzkan túlk sinn og skóþurrku að hann hrífst af íslendingseðli heimasætunnar og gerist íslenzkur bóndi, en hlýtur að launum fyrirlitningu Einars þess er hjálpaði hon- um til að kaupa hluta af Islandi. — Hér kemur fram sem oftar það einkenni góðra bókmennta að hafa meir en andartaksgildi. Loks er í þessu bindi nýjasta saga Gunn- 190

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.