Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og listræn umgerð um hátíðlega at- burði. í dag hefur hljómsveitin verið flutt af sviðinu upp á efstu svalir, en á sviðinu sitja akademíumenn, pró- fessorar og verðlaunamenn frá fvrri árum; mér verður sérstaklega star- sýnt á festulegan vangasvipinn á Piir Lagerkvist. Klukkan hálf fimm (eftir sænskum tíma) eru allir komnir til sæta sinna en þá kveður við lúðraþyt- ur og inn ganga sænsku konungshjón- in og föruneyti þeirra. Enn eru þeyttir lúðrar, og nú ganga nóbelsverðlauna- mennirnir nýju inn á sviðið í þeirri röð sem verðlaunagreinarnar eru taldar í erfðaskrá Nobels, fyrstir Bandaríkjamennirnir Lamh og Kusch sem skiptu á milli sín eðlisfræðiverð- laununum, þá Bandaríkjamaðurinn du Vigneaud sem hreppti efnafræði- verðlaun, síðan Svíinn Theorell sem hlaut verðlaun fyrir afrek í lífeðlis- fræði og loks Halldór Kiljan Laxness. Þeir heilsa áhorfendum en setjast síð- an hlið við hlið uppi á sviðinu; and- spænis þeim sitja fulltrúar úthlutunar- nefndanna, þeir sem eiga að kvnna verðlaunahafana. Athöfnin hefst á því að formaður nóbelsstofnunarinnar, Ekeberg ríkis- marskálkur, hýður menn velkomna og minnist tveggja nóbelsverðlauna- manna sem látizt hafa á árinu, Thom- asar Manns og Alberts Einsteins, og áheyrendur rifja upp að í hópi þeirra manna sem hylltir hafa verið í þess- um sal voru ýmsir þeir snillingar sem mannkynið stendur í mestri þakkar- skuld við á okkar tímum. Að ræðu Ekebergs lokinni er mælt fyrir hverj- um nóbelsverðlaunamanni um sig, gerð grein fyrir störfum þeirra og sjálfstæðum afrekum; voru þær ræð- ur næsta sérfræðilegar og verða ekki raktar hér, en hljómlist var flutt á milli. Síðastur talar Elias Wessén, prófessor í norrænu við háskólann í Stokkhólmi; lokaorðin mælir hann á íslenzku og Halldór hlýðir standandi á þau Ég færi vður hjartanlegar hamingjuóskir frá Sænsku akademí- unni og hið vður nú að stíga fram hérna á gólfi til þess að taka úr hendi konungs þau bókmenntaverðlaun No- bels er vður hafa verið veitt.“ Að þeim orðum mæltum gengur Halldór ofan af sviðinu en konungur rís upp úr sæti sínu. fer til móts við hann og afhendir honum hin ytri tákn verð- launanna. gullpening með ágrevptri mynd Nohels og áletrun, heiðursskjal og ávísun á verðlaunaupphæðina. Þeir skiptast á nokkrum orðum en síðan gengur Halldór aftur upp á sviðið: eru þá þeyttir lúðrar en áhorf- endur hylla skáldið með innilegu og langvinnu lófataki. Að endingu er sænski þjóðsöngurinn fluttur og taka áheyrendur undir, þessum hluta at- hafnarinnar er lokið. Úti á torginu stendur enn fólk og bíð- ur þess að festa augu á einhverjum frægum manni. en gestirnir stíga upp 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.