Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
áíram að leita á mig. Því hvað er upp-
talning á atburðum þessa daga hjá
gleðinni sem hríslaðist um íslending,
hjá stoltinu sem leiftraði í hug hans?
Það skipti ef til vill ekki meginmáli
hvort Halldór Kiljan Laxness héldi
áfram að vera einn af þeim skáldsnill-
ingum sem ekki hlutu nóbelsverðlaun,
mönnum eins og Strindberg, Tolstoj,
Gorki, Nexö, eða hvort hann settist á
bekk með þeim sem verðskuldað hafa
verðlaunin og fengið þau, Romain
Rolland, Anatole France, Bernard
Shaw, Thomas Mann. En nú hafði at-
hygli allra sem bókum unna verið
beint að lítilli þjóð í stórum heimi, og
milljónir manna fréttu í fyrsta skipti
að þetta eyland okkar er annað og
meira en atómstassjón og útvarðstöð
og stökkpallur erlendra stríðsmanna;
nú fengi það sem við eigum fegurst og
bezt greiðan aðgang að jafnvel hinum
fjarlægustu þjóðum; þetta var sú við-
urkenning á raunverulegu sjálfstæði
sem við gátum bezta fengið. Þó skipti
ef til vill mestu hver áhrif þetta hlaut
að hafa á íslendinga sjálfa, hvernig
þeir hlutu að eflast að manngildi og
sjálfstrausti og heilbrigðum metnaði.
Þessi dagur var ekki aðeins viður-
kenning og verðlaun fyrir unnin af-
rek; hann hlaut að vera fyrirheit um
framtíð íslenzku þjóðarinnar.
M.K.
6