Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að í margri kytru þar sem þessir menn sátu hafi ekki einusinni brunnið eldur, svo að þeir gætu ornað sér á lopnum fíngrum í andvökunni. Samt tókst þeim að skapa bókmentamál svo ágætlegt, að sá listrænn miðill mun torfundinn í heimi, sem gefi rúm fleiri tilbreytíngum hvort heldur er í því sem kallað er útsmogið ellegar hinu sem er kent til tíguleika. Og þeim tókst að semja á máli þessu bækur, sem teljast til sígildra bókmenta heimsins. Þó að þessum mönnum væri kanski stundum kalt á fíngrunum, þá lögðu þeir ekki frá sér pennann meðan þeim var heitt uin hjartað. Eg spurði mig þetta umrædda kvöld: hvað má frægð og frami veita skáldi? Vissulega velsælu af því tagi sem fylgir hinum þétta leir. En ef íslenskt skáld gleymir upphafi sínu í þjóðdjúpinu, þar sem sagan býr; ef hann missir sam- band sitt og skyldu við það líf sem er aðþreingt, það líf sem hún amma mín gamla kendi mér að búa öndvegi í huga mér — þá er frægð næsta lítils virði; og svo það hamíngjulán sem hlýst af fé. Yðar hátignir; herrar minir og frúr. Sá hlutur sem mér þykir mest um vert, þeirra sem mér hafa að höndum borið um þessar mundir, það er að sænska akademían skuli af hinu mikla áhrifavaldi sem henni er léð, hafa nefnt nafn mitt í sambandi við hina ókunnu meistara fornsagnanna íslensku. Þær rök- semdir, sem Sænska akademían hefur látið liggja að veitíngu hins mikla sóma mér til handa, mun verða mér sjálfum ævilaung hvatníng og um leið fagnaðar- efni þeirri þjóð, sem stendur að baki als sem einhvers kann að vera nýtt í verkum mínum. Fyrir þetta alt tjái ég nú Sænsku akademíunni þökk mína og virðíngu. Þó ég sé sá sem í dag hef tekið við bókmentaverðlaununum úr hendi konúngs, þá finsl mér verðlaun þessi hafi um leið verið veitt lærifeðrum mínum þeim er leift hafa eftir sig bókmentalegan arf Islands. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.