Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 27
RÆÐA HALDIN Á NÓBELSHATÍÐINNI
Herra Halldór Laxness,
Ég hef nú reynt í stuttu máli að skýra frá skáldaferli yðar, fyrir áheyrendur
hátíðardagsins. Flestir þeir, er hlotið hafa verðlaun Nobels, losna við þessa
raun, eingöngu sökum þess, að þeir skilja ekki sænsku og þurfa því ekki að
hlusta á, hvað sagt verður. Því er ekki þannig varið með yður. Því miður eru
fleiri íslendingar er skilja sænsku en Svíar er skilja íslenzku.
Samt eru margir Svíar, og aðrir, sem lært hafa íslenzku, eingöngu til þess
að geta lesið bækur yðar á frummálinu. Það er trú mín, að með tímanum
verði þeir enn fleiri. Ég bið yður að halda áfram þessu þýðingarmikla starfi og
að hvetja aðra landsmenn yðar til að gera slíkt hið sama.
Gef oss áfram margar lifandi myndir af þjóðlífi íslands og sögu! Látum
oss vonast eftir auðugri og mikilli blómgun íslenzks skáldskapar!
Ég færi yður hjartanlegar hamingjuóskir frá Sænsku akademíunni, og bið
yður nú að stíga fram héma á gólfi til þess að taka úr hendi konungs þau bók-
menntaverðlaun Nobels, er yður hafa verið veitt.
Ásgeir Bl. Magnússon þýddi.
17
2