Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hlýtur að skilja að maður er maður og tímarnir eru erfiðir. Kötturinn drepst. Og það verður að vera brennivín. Ef allir færu í moldarvinnu yrði ekkert gert fyrir vísindin. Ég gef aldrei fylliröftum penínga, sagði rithöfundurinn, ég tel það til einskis gagns. Þetta er náttúrlega alveg rétt athugað útaf fyrir sig, sagði gesturinn. Það er gagnslaust að vera fullur. Því þegar maður er búinn að vera fullur þá er maður orðinn ófullur aftur. Það er indælt að liggja á spítala því þar er maður matað- ur og getur hlustað á útvarpið; og altaf sætur eftirmatur á sunnudögum; og jólatré á jólunum og páskablóm á páskunum. En þó er ekki til nema einn staður þar sem menn lifa alveg fullkomlega heilbrigðu lífi, og það er í tukt- húsinu. En hvurnin á maður að fara að þegar guð hefur ekki gefið manni hæfileika til að drýgja nógu hroðalega glæpi; setjum svo að maður hafi ekki smekk fyrir að fara á stað og myrða fólk til fjár; ellegar gifta sig til fjár: þá kemst maður bara hreint ekki í tukthúsið; í hæsta lagi ef manni er fleygt þar inn án réttarhalda og annarrar viðhafnar svona nótt og nótt af þvi einhver prakkari hefur rotað mann sér til skemtunar á götunni; ellegar manni hefur orðið á að sofna oní polli. Ég segi fyrir mig, það eru alveg framúrskarandi menn sem hafa tukthúsið. Tukthúsið er það réttasta og langmest betrandi mannlegt samneyti sem til er, enda staðurinn þar sem bibblían færa að rykfalla uppá hillu af því einginn er nógu syndugur til að opna hana, og menn þurfa að fá sérstakt leyfi úr Stjórnarráðinu til að drýgja annað eins ódæði og fá sér í nefið. En ef manni þykir nú kanski vænt um eitthvað; ef það er eitthvað sem maður vill lifa fyrir og deya fyrir, — þá vill maður líka taka áhættuna. Til dæmis þessi köttur sem ég fann niðrí fjöru hér um árið: þessi þrifna rólega og þolinmóða skepna, sem var fædd til að bera slaufu, haldið þér ekki að hún fiafi orðið að vera að eltast við holdsveikar rottur í þaranum í verstu veðrum um hánætur til þess að hafa ofanaf fyrir sér. Þó alt sé best í tukthúsinu þá hafa þeir ekki kött. Og maður sem ber ábyrgð á stórum og hávísindalegum sjúkdómi einsog ég, hann neyðist til að lifa í þessu heimskulega og óhagkvæma frelsi senr allir guma af, í staðinn fyrir að búa í tukthúsinu. Og þessvegna ætla ég nú að lokum að biðja yður, af því ég er að koma úr þessu sérstaka húsi, og af því kötturinn er dauður, að vera nú svo mikið veruleikaskáld að gefa mér þó ekki væri nema einsog einusinni í nefið til þess ég fái kjark að starfa áfram fyrir vís- indin. Ég tek ekki í nefið sagði rithöfundurinn. Og mér finst ekki ástæða til að menn taki í nefið. Og þarmeð loka ég hurðinni. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.