Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Norðan sveljandann herti með kvöldinu og ég minnist þess að eftir að búið var að kveikja sá ég skafbyls- gusurnar koma í hringsveipum inn í gluggatóftina, skella á rúðunum, sem var óðum að leggja, hvísla við þær sussandi og svífa til og frá í glætunni. — Skaflinn við gluggann hækkaði jafnt og þétt. Og pabbi kom inn frá útiverkunum, barði af sér snjóinn frammi í göngun- um með limsópnum og fór úr hríðar- úlpunni sinni. Við borðuðum og mamma settist við rokkinn sinn. Eftir öllum lögmálum átti pabbi að taka til við hrosshárið. En það var í honum eitthvert eirðarleysi. Hann handlék hókaböggulinn nýkomna og sagði við mömmu: — Nú hefði ég skroppið með böggulinn og fengið eitthvað að lesa, ef ekki hefði versnað veðrið. — Það getur þú gert á morgun, sagði mamma. — Veit ég víst, en maður hefur ekki séð bók svo vikum skiptir, — og hafði þegar leyst lykkjuna á krossbandinu. Þá stöðvaði mamma rokkinn og spurði bónda sinn, full undrunar og vandlætingar: — Hvað ertu að gera, maður? Ertu að rífa upp sendingu sem aðrir eiga? Og hann, grandvar maðurinn, svaraði af ótrúlegu kæru- leysi: Ja, hvað skal segja? blindur er bóklaus maður, og ekki ét ég skrudd- urnar. Fyrst er að syndga, svo er að iðrast. Ekki man ég nú lengur hvað bóka það var, sem úr bögglinum kom, utan það, að þar voru Númarímur. Og sem pabbi hafði þær í höndum, en hann hafði þá ekki séð þær árum saman, þá leitaði hann ekki lengur annarra bóka. Hann, sem hafði svo ágæta kvæðarödd og kunni stemmur í tuga- tali, dró kistilinn að lampanum, án þess að sleppa augunum af bókinni og án þess að taka hinar saman, og hóf að flytja, fyrir þakklátum áheyrend- um, þetta ástsæla söguljóð: Líð þú niður um ljósa haf, lituð hvítu skrúði--- Og hann kvað og kvað langt fram yfir öll venjuleg vökulok. Löngu eftir að ég var háttaður umdi mér í eyr- um hreimfögur rödd hans, sem hún og gerir enn þann dag í dag, hvert sinn er ég handleik Númarímur. Og þegar ég minnist þessa kvölds, verður mér svo undursamlega augljós og skiljan- leg sú sjálfsagða ofurást, sem íslenzk alþýða lagði á þetta listaverk. — Hitt er mér einnig ljóst, að hungur henn- ar eftir þvílíkri list fær enginn skilið, nema sá sem sjálfur hefur lifað fá- breytni íslenzks sveitalífs, eins og það var um aldir, né heldur þá gleði sem það veitti góðum kvæðamanni' að túlka þessa list fyrir fólki baðstofunn- ar á löngum vetrarvökum. — Alla tíð síðan hef ég unnað Sigurði Breið- fjörð tállausum huga, og fæ því ekki gleymt hvernig pabbi breytti þessu kalda kvöldi í dýrlegt ævintýri. 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.