Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 41
GÖMUL GREIN UM GAMLAN VIN
Auðvitað gat pabbi ekki fyrr við
snúizt daginn eftir en hann gerði ferð
sína út á bæi og „iðraðist“. En þar
var við góða um að eiga: Jón Sig-
urðsson á Haukagili og sjálfan við-
takanda böggulsins, Svövu dóttur
hans, en Jón var uppeldisbróðir
mömmu, — enda kom pabbi bæði
með Númarímur til baka og fleira
góðra bóka.
Ég þarf ekki að taka fram, eftir það
nú er skrifað, hve mjög bókelskur
faðir minn var, og þær bækur, sem
við synir hans eigum eftir hann, bera
smekk hans ágætt vitni. Hann keypti
mjög bækur eftir að efnahagur hans
batnaði.
Margs mætti ég minnast frá efna-
hagslegum erfiðleikum föður míns við
að framfleyta fjölskyldu sinni á lítilli
og kostarýrri jörð, þó að vísast hafi
þeir ekki verið meiri en víða gekk og
gerðist í þann tíð. Þá var furðu stirt
um að koma í viðunanlegt verð þvi af
afurðum heimilisins, sem til mála kom
sem innlegg í verzlanir. Smjörið, sem
hægt var að draga saman, fór vægðar-
laust í leigurnar, og varð nýmjólkur-
neyzla okkar barnanna því tíðum
minni en nú myndi þykja gott. En féð
var aðallega selt á fæti og fóru menn
frá kaupmannaverzlunum um á haust-
um og keyptu. Mjög þótti það við
brenna að þessir menn tækju misvel
af bændum og gyldu hærra verð rík-
um en fátækum. Er mér í grun að ekki
hafi þar alltaf verið kaupmönnum
sjálfum um að kenna, heldur hafi þar
og komið til greina sú slóttuga hneigð
undirtyllunnar að koma sér í mjúk
hjá þeim sem betur máttu sín. Svo
undarlegt sem það er, þá gerði fátækt-
in suma menn grimma við þá sem
voru þeim sjálfum ennþá umkomu-
minni. Hitt voru stórtíðindi og
hneykslun fullkomin, ef einhver skil-
lítill þorði gagnvart fyrirmönnum
það sem kallað var „að brúka kjaft“.
Ég man að eitt haustið fékk pabbi
orð frá „markaðshaldara“ nokkrum,
en svo voru þessir sendimenn kaup-
manna almennt kallaðir, að hafa til
sölufé ákveðinn dag. Gerði pabbi það
og kom maðurinn. Var um að ræða
lömb og nokkrar veturgamlar kindur.
Gaufaði nú markaðshaldarinn góða
stund yfir fénu, þuklaði og vó í hönd-
um sér. Réttist síðan upp, beit í skroið
og nefndi verð. — Það veizt þú sjálf-
ur að er of lítið, svaraði pabbi. Mað-
urinn mótmælti því og gerði sig þegar
reiðan, endaði ræðu sína með því að
lýsa yfir að þetta væri rýrt fé. — Þú
lýgur því, svaraði pabbi og tók nú að
harðna sennan. Ég sá að handleggur-
inn, sem hann studdi á jötubandið,
titraði dálítið. Þá sté markaðshaldar-
inn fram, hvessti augun á pabba og
kvað það engu hlýða fyrir skulduga
menn að segja sér fyrir um verð. —
Þú veizt það, maður, að þú verður að
borga fyrir áramót og ég tek féð fyrir
það sem mér sýnist.
31