Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 43
GÖMUL GREIN UM GAMLAN VIN samlífs, míns og pabba, til heillar niðurstöðu, gegnum þær myndir úr önn og amstri daganna, sem eru hversdagslegar öðrum og lítt athyglis- verðar, en sjálfum mér kærar og ógleymanlegar. En eins og ég gat um í byrjun þessarar greinar, er þessi vinur minn og félagi mér í æ ríkari mæli ímynd margs þess bezta, sem ég, fullorðinn maður, hef veitt athygli í fari minna samferðamanna og sálufé- laga á lífsleiðinni. Hann var maður fljótlyndur. eins og ég hef áður getið, og funaði upp ef réttlætiskennd hans var misboðið. Vægði hann þá hvergi til og var mis- vel þolað kapp hans. En að erfa hnýfl- ingar við nokkurn mann kom honum aldrei til hugar. Hann skildi ekki lang- rækni og kallaði það fýlu. Hann átti til að bera þá dreymni, sem gat látið hann gleyma sér yfir góðri vísu, sem hann kvað við raust meðan járnið hitnaði í eldinum, og knúði hann þá stundum smiðjubelg- inn, unz hvítar síur sindruðu og sprungu út úr glóðinni, órækt merki þess að ofhitað væri járnið og hyrjað að sjóða. Þótti mér þá stundum ærið gaman er liann snögghætti í vísunni miðri, þreif járnið úr eldinum, for- mælandi, og lúði sem ákafast. Oft tók ég eftir, er við stóðum tveir við slátt, þeim einkennilega sið hans, ef fallið hafði fyrir Ijánum puntstrá með köngulóartjaldi, að taka upp stráið, athuga hvort köngulóin væri inni (hvort húsfreyjan væri heima, eins og hann kallaði það) og ef svo var, þá að taka stráið og stinga því niður á óhultum stað. — Það er óláns- merki að verða þeim til bölvunar, kvikindiskvölunum, sagði hann þá stundum, ef hann sá að ég veitti þessu athygli. Henti hann jafnvel gaman að þessum sið sínum og sagði mér sögu af kerlingu, sem hljóp heim úr slægj- unni og afsagði að slá niður „vofu- húsin“, eins og hann sagði að kerling- in hefði kallað köngulóartjöldin, og hef ég ekki í annan tíma heyrt það nafn. Ekki er mér síður kært að minnast þess, er við oft og tíðum snerum, tveir saman, heyflekk á góðum degi, hvílík ógrynni af skrýtlum og sögum um sérkennilega karla og kerlingar hann kunni og sagði mér. Það spillti ekki að hermilist var honum ætíð töm og tiltæk. Gömlu flakkararnir, sem al- þekktir voru á seinustu tugum nítj- ándu aldarinnar, voru honum svo kunnir, að segja mátti að hann vissi um þá flest sem vitað varð. Ég kynnt- ist sumum þeirra svo rækilega gegn- um sögur hans og hermilist, að mér finnst stundum endilega að einhvern- tíma hafi ég verið þeim sjálfum sam- tíða. Hann var barnavinur og dýra, en það er aðal góðs manns. Hann var góður drengur og manna glaðastur. Um alla hluti finnst mér gott að minn- ast hans. TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 33 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.