Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 45
THOR VILHJÁLMSSON
Hinzta kveðja
En þegar presturinn sér oían í kist-
una bregður honum ekki lítið, og
hann horfir þannig á meðhjálparann
að sá sér að ekki er allt með þeim
hætti sem skyldi, og hann lítur ofan í
kistuna.
Andartak horfast þeir svo í augu
með skelfingu.
Það er langt og víðtækt þetta
augnablik, ægilegt.
Á meðan færast systurnar tvær
frameftir kirkjugólfinu: gamlar og
grandvarar skozkar meykerlingar,
strangar á svipinn á vísu þeirra sem
vernda aðra fyrir þeim freistingum
sem ekki heiðra þá sjálfa með ásókn-
um, dyggðablóðsfellingar umhverfis
munninn á þurrum leðurskorpnum
skírlífisbelg andlitsins. En augun
hrædd í holum sínum við fyrirgang-
inn í hinni miklu veröld.
Óðfluga nálgast þær til að kyssa á
frosið höfuð þess látna sínum hörðu
trénuðu múmíuvörum. Óðfluga nálg-
ast þær líðandi áfram holdlausum
gangi vofunnar. Og nálgast meðan
presturinn og meðhjálpari hans horf-
ast í augu lamaðir og augu þeirra
skiptast á skelfingu.
Þar til klerkur grípur svo fast í
svarta ermi meðhjálparans að bleik-
rósarroðinn hverfur af nöglum fingr-
anna, og hvíslar:
Flýttu þér að skella lokinu á hana
aftur.
í felmtri grípur hinn stutti með-
hjálpari hvítt lokið, og saman dengja
þeir því yfir hið rauða hrafnaflóka-
andlit þess gamla dauða indíána sem
hafði mætt augum þeirra liggjandi í
svo djúpum friði í kistunni að það
var eins og hann hefði rétt fyrir sér
en hinir lifandi rangt.
Áður en þeir skozkættuðu góðborg-
arar fengju tóm til að undrast þessar
óháttvísu aðfarir við slíkar kringum-
stæður segir prestur furðu flaumósa
á svo hátíðlegri stund og fljótmæltur:
Við skulum syngja sálma númer
96,112, 319 og 426.
Og snarast út úr kirkjunni hár og
rauðnefjaður undir framenda kist-
35