Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 47
HINZTA KVEÐJA
urábak í kistu sinni, og svo saklaus á
svipinn eins og hann hefði aldrei gert
neitt af sér en það hafði ævinlega ver-
ið viti þess um dagana að eitthvað var
misjafnt í bígerð, ef ekki nýframið.
Sýndist nokkrum líkið glotta?
En þegar ættingjarnir sáu loksins
ofan í kistuna voru hinir sérkennilegu
karonar, ferjumenn dauðans, löngu
komnir upp í farartæki sitt á bakaleið
yfir Styx-fljót sögunnar með hina
nýju kistu og sinn tilskilda flying
scotsman Ebenezar Tottleham Macin-
toss sem hafði lifandi verið svo stað-
ur og íhaldssamur að honum varð
aldrei ekið til nýbreytni en dauður
tekið slíkan endasprett að lá við hann
bæri niður á þann skika sælulandsins
mikla þar sem umbun hinna dyggð-
ugu er fjarst því sem skozkan engil-
kandídat getur dreymt um, — kæmi
undir fölsku nafni í veiðilönd hins Ei-
lífa Anda þar sem loftið hvín af stríðs-
öskrum og tómahok-höggum um aldir
alda. En í staðinn gengur eirrauður
ofstopamaður nakinn inn í skozka
bjórstofu Paradísar þar sem veðjað
er á óendanleg hlaup hunda um alla
eilífð með þá viskýlögg fyrir framan
sig sem aldrei lækkar í glasinu þótt
sopið sé á, og kostar ekki neitt. En nú
hefur einn jarðneskur umboðsmaður
himneskra máttarvalda og hjálpar-
maður hans forðað slíkum glund-
roða á himnum.
Þegar þeir komu aftur voru kirkju-
gestir að ræskja sig til að byrja á
sálminum númer 426: „Þú varst fljót-
ur í förum“, — þá fleygjast prestur
og meðhjálpari hans inn með kistu á
milli sín, og skella henni á stokkana
eins og brennivínstunnu; og prestur
breiðir út embættisfaðminn og seg-
ir:
Það er óhætt að sleppa þessum,
elskurnar.
Nú er kistan opnuð að nýju við
óheyrilegan þyt himneskra lúðra og
nú fer myndin aftur að renna á tjald-
ið þar sem fyrr var horfið frá:
Og systurnar með leðurandlitin og
siðferðið í fellingum við munninn og
hinar fornegypzku múmíuvarir með
litlu hræddu músaraugun í skyggðum
holum, þær losna úr hraðfrystingunni
og halda áfram að líða fram gólfið og
þokast nær og standa nú yfir sínum
gamla heiðvirða ímyndunarlausa
bróður og líta ofan í kistuna.
Þær eru farnar að beygja sig til að
kyssa hann hinzta kossi með sínum
sandþurru fornu vörum en þá er sem
hlaupi í þær skyndilost hárrar raf-
spennu og grár liturinn á andlitum
þeirra verður blár.
Svo falla þær báðar samtímis aftur
fyrir sig stífar eins og höggvin tré í
skógi og reka upp ógleymanlegt mjó-
pípuvein, svo aflangt og endalaust.
Guðminngóður, hvað nú? segja
presturinn og meðhjálparinn í senn,
og gá ekki að grípa systurnar tvær
sem skella í gólfið með sameiginleg-
um léttum mjúkum dynki hismis, —
37