Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 49
SIGURKARL STEFÁNSSON
Mælt fyrir munni bundins máls
Rœða jlutt í Háskóla Islands 1. des. 1955
-
HINN 11. nóvember komu tveir
fulltrúar stúdentaráðs að máli
við mig og mæltust til þess að ég segði
hér nokkur orð.
Ellefti nóvember er afmælisdagur
Matthíasar Jochumssonar og hafði
hans verið minnzt í skólasal Mennta-
skólans þá um daginn. Rektor rifjaði
upp endurminningar um persónuleg
kynni sín af skáldinu og Lárus Páls-
son flutti nokkur af kvæðum skálds-
ins. Þetta var hugþekk athöfn.
Ég býst við að sú hending, að þetta
tvennt bar upp á sama dag, hafi ráðið
mildu um, að ég valdi mér þetta við-
fangsefni.
Vér íslendingar höfum hlotið í
vöggugjöf næsta dýran arf, þar sem
er hið bundna mál. Þegar minnzt er
áfanga í sjálfstæðismálum íslands
finnst mér fara vel á, að þessum arfi
sé ekki gleymt. Hið bundna mál hefur
verið almennasta tjáningarform ís-
lenzkrar listar öld fram af öld. Það
hefur öðru fremur verið þjóðinni
hennar ljós í lágu hreysi,
langra kvelda jólaeldur.
Ég finn vel til vanmáttar míns
gagnvart því hlutverki að mæla fyrir
minni bundins máls. — Þó mun ég
freista þess.
Ýmsar spurningar skjóta upp koll-
inum. í hverju eru fólgnir töfrar hins
bundna máls? Hvernig njótum vér
þessara töfra? Hvernig fer bezt á að
rita það og prenta? Hvernig verður
það flutt á þann hátt, að það veiti
þeim er á hlýða mest yndi, eða verði
áhrifaríkast, og þannig mætti lengi
spyrja. Mannkindinni virðist í brjóst
lagin tilhneiging til þess að sundur-
greina hvaðeina í einstök atriði.
Brugðizt getur til beggja vona um það
hvort þessi atriði verða viðráðanlegri
en hið upphaflega viðfangsefni, og
getur þá orðið hæpinn vinningur að
sundurgreiningunni.
Reyna mætti að rekja sundur bund-
ið mál í tvo meginþætti, efni og form,
þótt þetta tvennt verði naumast að-
greint. Efni án forms er álíka óvið-
felldið hugtak og form án efnis.
Ef til vill á betur við að segja að
bundið mál sé hugsun í viðhafnarbún-
39