Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 49
SIGURKARL STEFÁNSSON Mælt fyrir munni bundins máls Rœða jlutt í Háskóla Islands 1. des. 1955 - HINN 11. nóvember komu tveir fulltrúar stúdentaráðs að máli við mig og mæltust til þess að ég segði hér nokkur orð. Ellefti nóvember er afmælisdagur Matthíasar Jochumssonar og hafði hans verið minnzt í skólasal Mennta- skólans þá um daginn. Rektor rifjaði upp endurminningar um persónuleg kynni sín af skáldinu og Lárus Páls- son flutti nokkur af kvæðum skálds- ins. Þetta var hugþekk athöfn. Ég býst við að sú hending, að þetta tvennt bar upp á sama dag, hafi ráðið mildu um, að ég valdi mér þetta við- fangsefni. Vér íslendingar höfum hlotið í vöggugjöf næsta dýran arf, þar sem er hið bundna mál. Þegar minnzt er áfanga í sjálfstæðismálum íslands finnst mér fara vel á, að þessum arfi sé ekki gleymt. Hið bundna mál hefur verið almennasta tjáningarform ís- lenzkrar listar öld fram af öld. Það hefur öðru fremur verið þjóðinni hennar ljós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur. Ég finn vel til vanmáttar míns gagnvart því hlutverki að mæla fyrir minni bundins máls. — Þó mun ég freista þess. Ýmsar spurningar skjóta upp koll- inum. í hverju eru fólgnir töfrar hins bundna máls? Hvernig njótum vér þessara töfra? Hvernig fer bezt á að rita það og prenta? Hvernig verður það flutt á þann hátt, að það veiti þeim er á hlýða mest yndi, eða verði áhrifaríkast, og þannig mætti lengi spyrja. Mannkindinni virðist í brjóst lagin tilhneiging til þess að sundur- greina hvaðeina í einstök atriði. Brugðizt getur til beggja vona um það hvort þessi atriði verða viðráðanlegri en hið upphaflega viðfangsefni, og getur þá orðið hæpinn vinningur að sundurgreiningunni. Reyna mætti að rekja sundur bund- ið mál í tvo meginþætti, efni og form, þótt þetta tvennt verði naumast að- greint. Efni án forms er álíka óvið- felldið hugtak og form án efnis. Ef til vill á betur við að segja að bundið mál sé hugsun í viðhafnarbún- 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.