Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 50
TIMARIT MALS OG MKNNINGAR ingi, stundum látlausum, stundum íburðarmiklum, eftir því sem skáldinu þykir hæfa, en aldrei í hversdagsflík- um. Um þennan búning hafa verið rit- aðar fræðibækur, þar sem sérkenni hans er flokkuð bragfræðilega, og má öllum vera ljóst, að hann er oft gerð- ur af frábærum hagleik. En til þess að búningur kvæðis þyki fagur, stoðar lítt þótt öllum bragfræðireglum sé fylgt, hér þarf listasmekk, sem brag- fræðinni er örðugt að gera skil, svo að vel sé. Allir kannast við sonnettu Jónasar Hallgrímssonar, „Ég bið að heilsa“, og ég vona að við kunnum hana öll og séum sammála um að hún sé aðdáan- lega fögur. Uppistaða efnisins er — eins og nafnið bendir til — sú, að ís- lenzkur piltur í fjarlægu landi biður að heilsa stúlkunni sinni heima á Fróni. Þá kemur ívafið. Kveðjan er ekki send með pósti, heldur farfugli, vorblæ og haföldu, og stúlkan er ekki kölluð „elsku hjartað mitt“, heldur „engill með húfu og rauðan skúf í peysu“. Þá kemur loks að sjálfum vefnaðinum. Til þess að vefa lista- verkið þurfti sjálfan vefarann mikla frá Hrauni í Oxnadal. Fyrir mörgum árum flulti Kristinn meistari Andrésson merkilegt úlvarps- erindi um þessa sonnettu og rakti á ýmsa lund þá mörgu hárfínu þræði, sem formtöfrar hennar eru ofnir úr. Það er fyrsta tilraun til slíkra athug- ana, sem mig rekur minni til, og efnið var tekið þeim tökum sem hlutu að verða áheyranda minnistæð. Ég man að höfundi varð tiðrætt um hið hnit- miðaða orðaval, mýkstu og þýðustu orð málsins eins og blíðum, þýðum, rniði, friði, eru valin sem rímorð, til þess að gefa kvæðinu sinn hugljúfa blæ. I fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar 1955 er merkileg grein eft- ir Helga Hálfdanarson, sem hann nefnir „Ég er að blaða í bók“. Þessi grein gæti áreiðanlega orðið mörgum ljóðaunnanda holl leiðsögn um það, hvernig blaða skal í ljóðabók. Bókin er „Ljóð Snorra Hjartarsonar“. Greinarhöfundur gerir meira en að fletta blöðunum. Hann skoðar ljóðin skyggnum augum, skynjar töfra þeirra, andar að sér ilmi þeirra, og sá sem les greinina finnur með honum angan af lyngi, sem hvergi er nefnt. Ég vona að enginn misvirði við mig, þótt ég taki orðréttar nokkrar línur. Um kvæðið Sumarnótt segir hann meðal annars: „Þegar ég hef leitazt við að skilja milli forms og efnis, að svo miklu leyti sem það verður kallað sitt hvað, og reynt að skoða hvort um sig, leyfi ég ljóðinu að gróa á ný saman í eina órofa heild, þar sem efni og form er eitt, þar sem ekkert skraut er lengur skraut, heldur áskapaður fagur eigin- leiki. Og nú les ég kvæðið aftur, les hægt 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.