Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 63
H ARMKVÆLASONURINN
fagra Jósef, níu ára gamlan. Svein-
inn elskaði hann nú hálfu meir og gaf
svo örlögunum nýjan og háskalegan
höggstað á sér. Það er efni til um-
hugsunar, hvort sá, sem gefin er rík
viðkvæmni, skeyti í rauninni hvorki
um frelsi né næði vitandi vits, en
gangi opnum sjónum út í voðann og
óski einskis frekar en lifa undir eggj-
um sverðsins í sífelldum kvíða. Aug-
ljóst er, að svo fífldjarfur vilji er
spunninn úr þáttum hinnar sælu við-
kvæmni, því að hún er ekki til nema
þar, sem lundin er fús til að bera mikl-
ar þjáningar, og raunar hverjum
manni skylt að vita, að engin óvar-
færni er ástinni meiri. Sú mótsögn, er
hér ræður í náttúrunni, er einmitt
með þeim hætti, að það eru hinar
meyru sálir, er kjósa þessa kosti, en
eru alls ekki búnar orku til að bera
það, sem þær færast í fang, — og hin-
ir, sem alla hafa burðina til þess, láta
sér ekki detta í hug að gefa höggstað
á hjarta sínu, og verður svo ekkert að
meini.
Rakel hafði tvo um þrítugt, er hún
ól Jósef í helgum þrautum. Hún var
þrjátíu og sjö sumra, er Jakob rauf
rykfallna slagbrandana og nam hana
brott. Hún var rúmlega fertug þegar
hún kenndi þess enn, að hún væri með
barni — þetta er svo að skilja: það
erum vér sem teljum árin. Það var
ekki vandi hennar né hennar fólks að
kasta tölu á árin. Hún hefði þurft að
hugsa sig lengi um áður en hún gæti
greint frá aldri sínum með nokkurri
nákvæmni — sú spurning skipti yfir-
leitt litlu máli. I austurheimi hafa
menn ekki þann andvara á sér í tím-
ans tölvísi, sem hinum reiknings-
glögga vestræna manni þykir svo
sjálfsagður hlutur. Þar er tíma og lífi
leyft að rása að vild eða hyljast
gleymsku og hvorugt er tamið við töl-
ur né mælistiku aðsjállar húhyggju,
og þegar spurt er mn aldur manns,
getur svar þess, sem spurður er,
hlaupið á áratugum, en spurningin
þykir svo litlu máh skipta, að ósjald-
an er svarað í fullkomnu kæruleysi:
„Kannski fjörutíu ára eða sjötíu?“
— Jakob var einnig í miklum vafa um
aldur sinn og þótti ekki tiltökumál.
Að vísu höfðu sum ár ævi hans verið
tölum talin, þau er hann dvaldi í landi
Labans, sum ekki, auk þess vissi hann
ekki aldur sinn þegar hann settist þar
að og lét sig litlu varða. En svo heitt
unni hann Rakel, svo kyrrstæð var nú-
líðin í ástríkri lífssambúð þeirra, að
hann gáði ekki hinna náttúrlegu
breytinga, sem orðið höfðu á henni;
því hvort sem tíminn var tölum talinn
eður ei, þá hafði hann farið höndum
um hina þokkasælu fögru Rakel, svo
að hin frumvaxta ljúfa mær var nú
orðin þroskuð kona. Fyrir augum
hans var Rakel enn og jafnan brúður-
in hjá brunninum, sú er hafði beðið
hans árin sjö, sú er hann hafði kysst
óþrevjutár af augum. Það var eins og
hann liti hana jafnan með fjarhygð í
53