Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 65
H ARMKVÆ LASONURINN guggin og rýr hún var orðin, utan kviður hennar, sem einn óx og hvelfd- ist. Því að hin eðlisgrófa sjálfselska lífsafkvæmisins birtist hér í allri sinni ósjálfráðu grimmd. Lífsveran í holi konunnar krafðist olnbogarýmis án allra ref j a, miskunnarlaus og sérdræg saug hún kostinn og kraftinn úr Rak- el, sem bar hana í skauti sér, át hana upp og skeytti ekkert um greinarmun góðs og ills; ef hún hefði inátt segja sitt álit á hlutunum eða haft á þeim nokkra skoðun, þá hefði það verið á þann veg, að móðirin væri aðeins sköpuð henni til dægrastyttingar, væri ekkert annað en hlíf og lífsbj örg henni til framdráttar, gerð til þess eins að vera fleygt sem gagnslausu hylki eða skel, sem skilin er eftir við veginn, þegar hún, lífsveran, sú, sem ein skiptir máli, hefði smeygt sér út. Að vísu gat hún hvorki sagt þetta né hugsað, en að þetta væri sannfæring hennar, á því var enginn vafi, og Rak- el brosti að þessu afsakandi. Því er ekki alltaf svo farið, að móðerni í slíkum mæli jafngildi fórn, og það er ekki nauðsynlegt að svo sé. En á Rak- el hafði náttúran látið bitna innræti sitt, hafði þegar gert það þegar Jósef fæddist, þó ekki jafn fortakslaust og i þetta skipti, enda var Jakob nú hálfu skelfdari. Hann var mjög reiður eldri sonum sínum, sérstaklega Símon og Leví, þessum þvermóðskufullu rosamönn- um, vegna hryðjuverkanna í Síkem- borg, því að hann hafði áhyggjur miklar af Rakel. Aldrei hefði honum dottið í hug að leggja upp í ferð með konu sína veikbyggða og vanfæra og langt komið á meðgöngutíma. Nú höfðu óhappamennimir synir hans gert honum þessa bölvun, fyrir hefnd- ar sakir og sæmdar sinnar. Þeir voru viti sínu fjær! Einmitt nú þurftu þeir að drepa menn í bræði og slátra naut- peningi í illsku. Þeir áttu Leu að móður, Dína var systir þeirra sam- mæðra og hennar vegna vógu þeir menn. Voru þeir kannski að hugsa um veikburða ástvinu hans eða áhyggjur þær, er faðir þeirra hafði hennar vegna? Ekki eina andartaksstund hafði það flögrað að þeim meðan ber- serksgangurinn var á þeim. En nú var ekki lengur til setunnar boðið, hann varð að búast til brottferðar. Meira en átta mánar voru gengnir síðan Rakel trúði honum fyrir því að hún ætti sín von. Þeir mánar höfðu verið taldir, það voru Rakelarmánar. Með- an þeir uxu og minnkuðu óx fóstrið í kviði hennar, en sjálf gekk hún sam- an. Það var komið fram á brummán- uð, á sjötta tungl á himni, hásumarið ríkti í fullvalda glóð, ekki var tíminn góður til ferðalags, en Jakobi var engra kosta völ. Það varð að setja reiðskjóta undir Rakel, — hann gaf henni greindan asna til reiðar, svo að hinn hasti gangur úlfaldans yrði henni ekki til miska. Hún sat á lend dýrsins, þar sem það er þýðast, tveir 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.