Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skauti, því að hann var kominn að köfnun. Rakel kom ekki lengur upp hljóðum og hneig í ómegin. Hana mæddi mjög blóðrás, það örlaði ekki lengur á slagæð, blóðið seytlaði treg- lega, hætti síðan að renna. Þó auðn- aðist henni að líta líf með barninu og hún brosti. Hún lifði eina stund eftir þetta. Þegar Jósef var leiddur til hennar kenndi hún hann ekki. Þegar himinninn roðnaði í austri og morgunbjarmann bar á andlit hennar opnaði hún augu í síðasta skipti. Jakob laut yfir hana og hún horfði framan í hann, kipraði saman augun lítið eitt og hjalaði: „Nei-sko, þarna er einhver ókunn- ugur á ferð! Hvers vegna skyldirðu annars mega kyssa mig? Er það vegna þess að þú ert frændi minn langt að kominn og við erum líka börnin hans langalangalangafa? Nú kysstu mig þá, og smalarnir hjá brunninum dilluðu sér af kátínu: lu, lu, lu!“ Hann kyssti hana í seinasta skipti titrandi. Hún hélt áfram að hjala: „Heyrðu, þú veltir fyrir mig stein- inum með karlmannsafli, Jakob, elsk- an mín. Veltu honum nú frá hellinum aftur og legðu dóttur Labans til hvílu, því nú er ég að fara frá þér. Ó, hvað allri byrði er af mér létt, barnabyrði, lífsbyrði, og það er að koma nótt, — Jakob, bóndi minn, fyrirgefðu mér að ég var svo lítið frjósöm og ól þér bara tvo sonu, en ég gaf þér samt tvo, Jós- ef, hinn signaða svein, og harmkvæla- soninn, litla snáðann, æ, ég á svo bágt að þurfa að skiljast frá þeim. Og ég á líka svo bágt að skilja við þig, Jakob, elskan mín, samfarir okkar voru svo góðar. Nú verðurðu að glíma við lífs- gátuna án hennar Rakelar. Berðu þig nú að því að leysa hana og vertu sæll. — Og fyrirgefðu mér, að ég stal hús- goðunum hans pabba míns,“ sagði hún svo lágt að varla heyrðist. Þá fór dauðinn höndum um ásjónu hennar, og hún var liðin. Jakob benti konunum að hætta að þylja særingar sínar. Þær vörpuðu sér til jarðar. Hann sat sem fyrr undir höfði hennar og tár hans féllu hljóð og án afláts á brjóst henni. Eftir nokkra stund spurðu þær hann, hvort nú skyldi gera börur og flytja hina framliðnu til Bet-Lakem eða Hebron og gera þar gröft hennar. „Nei,“ sagði hann, „hér var upp- hafið, hér skal það verða fullkomnað, og þar sem Hann vann sitt verk, þar skal hún hvíla. Takið henni gröf hjá múrnum þarna. Sækið fínspunnið lín úr farangrinum og sveipið hana, finn- ið merkisstein og gerið kumbl yfir gröfina til minningar um hana. Síðan mun ísrael halda áfram för sinni, án Rakelar og með barnið.“ Meðan mennirnir tóku gröfina leystu konurnar hár sitt, flettu klæð- um frá brjóstum sér, hrærðu vatnið 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.