Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 61
TIL FUNDAR VIÐ HEINE I WEIMAR Fangabúðirnar í Buchenwald standa að mestu með sömu um- merkjum og þegar Rauði herinn tók þær voriÖ 1945, og svo skulu þær standa framvegis mönnum til minnis og viðvörunar — og uppeldis. Þegar við komum til búðanna var þar fjöldi almenningsvagna fyrir utan hliðið og á annaö hundrað þýzkra skólabarna á fermingaraldri frá Weimar. Ég spurði einn af leiðsögu- mönnunum, hvernig á því stæði, að þessir krakkar væru hér. Mér var svaraö því til, að skólunum væri gert að skyldu að segja þýzkum börnum frá því, hvernig farið hefði veriö með Þjóðverja og aðra Evrópumenn á valdatímabili nazismans. Hér skal glæpasaga nazismans verða varð- veitt, svo að þær kynslóðir, er byggja og byggja munu Þýzkaland, fái ekki afsakað sig með minnisleys- inu. Skarpleitur hörkulegur maður fylgdi okkur um fangabúðirnar og sagði okkur sögu þeirra. Við göng- um inn í fyrsta braggann — „lækn- ingastofu“ fangabúöanna. Við éinn vegginn var rúmlega mannhæðarhár kvarði, þar sem mæld var hæð sjúkl- inganna. Þarna höfðu SS-menn, klæddir hvítum læknakuflum, stund- að störf sín. Þeir báðu sjúklingana að stilla sér upp við kvarÖann, síðan gáfu þeir ljósmerki og opnaðist þá lítill hleri að baki sjúklingsins, í hnakkahæð, og í sama mund reið skotið af í höfuð honurn. Þá var lík- ið dregið út og flutt á færiböndum til frekari afgreiÖslu. Við göngum áfram um þetta dauöahús og staðnæmumst loks í kjallara einum í nyrðri enda þess. Þar er lágt undir loft, en meðfram þrem veggjum kjallarans, í seilingar- hæð, eru festir miklir og sterklegir járnkrókar, líkir þeim, sem sjá má í geymsluklefum kjötkaupmanna. Þarna var hægt að festa upp um 30 manns í einu, þeir sem veittu mót- spyrnu voru rotaöir með digurri tré- kylfu, áður en snörunni var brugÖið um hálsinn á þeim. Við hröðum okk- ur út úr þessu sláturhúsi. Okkur lá flestum við köfnun. Ung stúlka rauö- hærð vék sér afsíðis og seldi upp, stúdínan frá Hamborg gengur nú hvít í framan við hliðina á mér og segir kjökrandi: Maður er svo umkomu- laus! Kvenritari Heinenefndarinnar laut höfði og blygðaðist sín fyrir að vera Þjóðverji. Ég geng við hliðina á leiðsögu- manninum, sem þylur sögu fanga- búðanna, hann virðist kunna þessa sögu utanbókar. Hann bendir okkur á staðinn, þar sem fangaverðir og yfirmenn höfðu dýrabúrið sitt sér til yndis og skemmtunar. Þarna gæddu þeir skógarbjörnum á suörænum aldinum, en tíu faðma frá var annaö búr, fangabúr pólsku hermannanna, 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.