Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ég.“ Jafnvel þó þessi ómaklegu ummæli Chaplíns séu tæpast sannmæli, þá lýsa þau þrátt fyrir allt þeim kala, sem hann bar til tengdaföður síns bæði fyrir tómlæti það, sem O’Neill sýndi dóttur sinni og fjandskap þann, sem hann sýndi honum. Um hjónaband Carlottu Monterey og O’Neills mætti skrifa langt mál, en þau fáu orð, sem hér fara á eftir verða að nægja að svo stöddu. Margt bendir til þess, að sam- búð þeirra hafi ekki verið sérlega farsæl síðustu æviár O’Neills, en þó fátt betur en þær ótal árangurslausu tilraunir, sem hann gerði til þess að láta loka konu sína inni á geðveikrahæli, en svo illa tókst til, að þessar ítrekuðu tilraunir hans strönduðu ávallt á því, að sérfræðingar geðveikrahæl- anna voru honum ekki samdóma um geð- heilsu konunnar. Það er deginum Ijósara, að þessir rauna- legu þættir úr einkalífi höfundar, sem hér liefur verið drepið á, gætu orðið áhrifarík atriði í harmleik, en áður en skýrt verður nánar frá fleiri átakanlegum staðreyndum úr ævi O’Neills, skulum við ræða önnur mál. Þegar leikbókmenntasaga 20. aldarinnar verður skráð, mun Eugene O’Neill áreiðan- lega skipa veglegan sess meðal betri skálda vorra daga. Hvaða mælikvarði, sem lagður verður á listgildi verka hans, verður sú saga aldrei að fullu sögð, nema að hans sé getið oft og ítarlega. í landi, þar sem ættfræði er svo mjög í hávegum höfð, er ef til vill ekki úr vegi að byrja á því að rekja örlítið ætt höfundar. Faðir Eugenes, James O’Neill, fæddist á Ir- landi 1847, og fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna meðan hann var enn á barnsaldri. Þegar í æsku varð hann svo bergnuminn af leiklist, að hann ákvað að helga henni alla orku sína og ástundun upp frá því. Árið 1867 lék hann fyrsta hlutverk sitt á sviði þjóðleikhússins í Cincinnati rúmlega tvítugur. Það átti fyrir honum að liggja að verða einn af ástsælustu leikurum samtíðar sinnar. Hann túlkaði tilfinningar og hugsanir ýmissa ólíkra leikpersóna úr verkum Shakespeares, allt frá Romeó til Ilamlets um nokkurra ára skeið á leiksýn- ingum víða í Bandaríkjunum, en þótti síðar gera hlutverki Edmond Dantés í sjónleik byggðum á skáldsögu Dumas svo frábær skil, að hann varð þegar í stað ímynd dirfsku og drenglyndis í augum allrar þjóð- arinnar. Þessi nýstárlega riddarasaga, sem ól svo mjög á hetjudýrkun almennings, átti svo einstökum vinsældum að fagna, að James O’Neill lék ekki annað hlutverk næstu 15 ár. Svo mikið er víst, að enginn samtíðarleikari komst í hálfkvisti við hann er laun og lýðhylli varðar. Þótt hann fylli að vísu flokk þeirra gæfumanna, sem finna köllun sína á unga aldri, taldi samt sonur hans hann vera raunalegasta dæmið um skelfingu veraldargengisins, sem hann þekkti. í stað þess að velja sér verkefni, sem vænleg voru til fullkomnunar og þroska í listgrein sinni, beið James O’Neill tjón á sálu sinni vegna ágirndar. Móðir Eugenes O’Neills, Ellen Quinlan, var kaþólsk kona af írskum ættum. Hún var fædd í New Haven, en ólst upp í Mið- ríkjunum, þangað sem foreldrar hennar höfðu flutzt, þegar hún var barn. Menntun sína fékk hún í nunnuklaustri í South Bend, Indiana. Þegar hún giftist James O’Neill, sem hún hafði kynnzt þar, komst hún um leið í kynni við líf og lýð, er hún sökum skapgerðar sinnar og upp- eldis var frábitin í upphafi, og gat í raun- inni aldrei sætt sig við né skilið til fulls. Ilún fylgdi manni sínum einlægt á leik- ferðum hans landshornanna á milli, og Eugene litli, sonur þeirra, átti ekkert heim- ili fyrstu sjö ár ævi sinnar nema misjafn- lega heimilisleg herbergi á gistihúsum, þar sem iðulega var ekki gist nema um blánótt- 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.