Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gætt þeim húmanisma, þeirri mann- úð, sem verið hefur draumur mann- kynsins um aldaraðir. Mistök og réttarmorð hinnar miklu frönsku byltingar eru að vísu Ijótir blettir á skildi hennar, en þau fá ekki dregið úr sögulegu mikilvægi þessa við- burðar né mannfrelsishlutverki þeirra félagslegu umskipta, er bylt- ingin hefur valdið. Sama máli gegn- ir ekki síður um hinar sósíalísku byltingar, nema meira sé. Því að þótt öll saga mannlegs heims sé mannsins verk, þá skiptir hin mark- vísa athöfn mannanna á hinu sósíal- íska skeiði enn meira máli en á fyrri öldum, og því verður ábyrgð mann- anna meiri. Og því verða allir þeir, sem taka sér fyrir hendur að koll- varpa og umbreyta auðvaldsskipu- lagi nútímans og skapa heim sósíal- ismans að gera sér grein fyrir þeirri ábvrgð, sem fólgin er í þessu ægi- mikla hlutverki og láta ekki þunga þess tæla sig til ódæðisverka. Ég var spurður um það, þegar ég kom frá Austur-Þýzkalandi um sama leyti og stórtíðindin gerðust í Ung- verjalandi, hvort ekki mætti búast við öðrum slíkum í Þýzka alþýðu- lýðveldinu. Ég sagðist vera sann- færður um, að ef til óeirða drægi þar, mundi vera stofnað til þeirra af hálfu aðila utan landamæranna. Og sú sannfæring hefur ekki haggazt við það, sem síðar hefur orðið. Mér er það alveg ljóst, að Þýzka alþýðulýð- veldið hefur leyst efnahagsleg og fé- lagsleg vandamál, sem lengi hafa beðið lausnar í þýzkri sögu. Prúss- nesku junkararnir voru sviptir stórbú- um sínum og jörðinni skipt milli smábænda og vinnumanna. Hinir miklu auðhringar voru leystir upp og fyrirtækin þjóðnýtt. Félagsmála- löggjöfinni var komið í nýtt og betra horf, atvinnuleysi útrýmt með öllu. Loks hefur stóriðjan verið alefld svo, að nú er Þýzka alþýðulýðveldið 5. stærsta iðnaðarland í Evrópu. Allt eru þetta mikil afrek, og valdhafarn- ir mega með sanni vera stoltir af þeim. En þetta hefur ekki verið hnökralaus þróun. Það þarf ekki annað en benda á hinn mikla fjölda, sem flutt hefur frá Þýzka alþýðulýð- veldinu til Vestur-Þýzkalands, til þess að sjá, að óánægja hefur ríkt meðal sundurleitra þj óðfélagsstétta alþýðulýðveldisins, að það hefur ekki megnað að veita öllum viðun- andi kjör. Meirihluti þessa fólks hef- ur að sjálfsögðu flutt búferlum vegna þess, að þeir töldu sér annars staðar betur vært en í sósíalísku landi, aðrir hafa látið ginnast af hin- um taumlausa áróðri Ameríkana og Vestur-Þýzkalands, en hinir eru ekki heldur fáir, er hafa lagt land undir fót fyrir sakir harðneskju hinna austurþýzku yfirvalda og stjórnmála- legs fruntaskapar. Þetta hafa ábyrgir austurþýzkir stjórnmálamenn játað. Eftir viðburðina í Ungverjalandi 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.