Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 85
„BERJIZT FYRIR FRELSl“
herra Hitlers í Washington, Dieckhoff, hót-
uSu bandarískura framleiðendum því að
allar myndir þeirra skyldu bannaðar í
Þýzkalandi, ef Chaplín eða einhver annar
leikstjóri dirfðust að óvirða nazismann.
Húsbændurnir í Hollywood vildu ekki
missa af markaðnum í Þýzkalandi. Fyrir
daga Hitlers höfðu þeir fest verulegt fjár-
magn í Þýzkalandi og höfðu að heita mátti
gert kvikmyndaverin í Berlín að nýlendum
sínum. Bandarísku fyrirtækin voru hrædd
um að missa síðustu fótfestu sína í Þriðja
ríkinu. Það var reynt að beygja Cbaplín,
og opinberir aðilar skiptu sér ekkert af því.
Bandaríki Roosevelts höfðu lýst yfir hlut-
leysi sínu.
Þessa hlutleysis var vandlega gætt í
Ilollywood. Atburðirnir í Evrópu og Asíu
höfðu haft mikil áhrif á ýmsa listamenn í
kvikmyndaiðnaðinum. Þeir höfðu tekið
þátt í hjálparstarfinu til Spánar og Kína.
En framleiðendurnir bönnuðu hvert það
efni sem var í tengslum við átökin í Evrópu
og Asíu, samkvæmt fyrirmælum Rocke-
fellers og Morgans. Á sama tíma og banda-
rískur iðnaður keypti japanskt silki fyrir
járnið, sem fór í sprengjur þær sem kastað
var yfir Kína, var að sjálfsögðu ekki hægt
að f jalla um Míkadóinn eða Svarta drekann
í kvikmynd. Árið 1937 réðst meginþorri
bandarískra blaða harkalega á kvikmynd-
ina Hafnbann, sem túlkaði (af varúð) mál-
stað spönsku lýðveldissinnanna.
Árið 1939 urðu árásirnar ennþá magnaðri
út af myndinni Játningar nazistanjósnara.
Auk greinanna í Hearst-blöðunum komu
nú bréf beint frá Þýzkalandi til bandarískra
kvikmyndasala, en meira en helmingur
þeirra var af þýzkum ættum. Þeim var hót-
að ofsóknum gegn ættingjum þeirra í
Þýzkalandi.
Það var um þessar mundir, að Chaplín
skýrði frá því, að hann væri byrjaður að
taka Einrœðisherrann- Honum barst kynst-
ur af bréfum, þar sem honum var hótað
árásum og heitið því að hann skyldi ekki
lengi lífi halda. Hann tók þessi nafnlausu
bréf alvarlega með fullum rétti. Nazistar
höfðu opinskátt komið á öflugum samtök-
um í Bandaríkjunum. Chaplín tvöfaldaði
lífvörð sinn, en hann lét hótanimar ekki
frekar hafa áhrif á sig en efnahagslega
kúgun. Hann lét skýra svo frá, að eftir á
að hyggja og til þess að hrella ekki Adólf
Hitler — sem auðsjáanlega tæki hugmynd-
ina til sín — myndi hann kalla kvikmynd
sína „Einræðisherrarnir", svo að Mússólíni
gæti einnig orðið aðili að henni.
Þegar lýst var yfir stríði í Evrópu, máttu
áhrifin í Bandaríkjunum virðast næsta frá-
leit. Chaplín varð í nokkra mánuði að hætta
við myndatöku sína, svo ofsalegum árásum
varð hann fyrir frá einangrunarsinnum í
báðum bandarísku flokkunum. Þessir aðilar
vildu leggja bann við því að snúizt væri
gegn nazismanum í Bandaríkjunum. Þessi
sókn einangrunarsinna var mjög öflug og
forustuna hafði þingnefnd: nefnd til að
rannsaka óamerískt athæfi.
Þessi nefnd hafði upphaflega verið stofn-
uð til að fylgjast með athöfnum nazista-
samtaka í Bandaríkjunum. En eftir septem-
ber 1939 beindi formaður hennar, einangr-
unarsinninn Martin A. Dies, rannsóknum
sínum að hverjum þeim sem hafði látið í
1 jós samúð með málstað bandamanna. Hann
kallaði fyrir sig hvern þann leikara, sem
gerzt hafði sekur um að gefa spönskum
börnum ölmusu eða verið hafði félagi í
Samtökum andnazista. Dies-nefndin gagn-
rýndi mjög myndirnar Hafnbann og Játn-
ingar nazistanjósnara; Hearst-blöðin héldu
uppi linnulausum árásum á Charles Chap-
lín.
Eftir ósigur Frakklands tók Chaplín að
nýju til við Einrœðisherrann. En Dies-
nefndin magnaði enn ofsóknir sínar, og þær
náðu hámarki sumarið 1940. Hollywood-
163