Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 103
DMSACNIH UM ÉÆKUft
hugsunum sem stríða á okkur. Svo mun um
fleiri: ])á sem eldri eru en við, að ég nú
ekki tali um hina yngri, sem mikið skáld
hefur öðrum mönnum fremur gullið tæki-
færi að tala til og nánast skyldur við.
Ég tel vafasamt, að höfundur slíkur sem
H. K. L. skrifi bók án tilgangs. Tilgangur-
inn með Brekkukotsannál er vafalaust
margþættur og m. a. sá að skírskota til hins
eftirsóknarverða í fábreyttu lífi, óspilltum
hugsunarhætti, og umhverfi fjarri því tildri
og þeim mannskemmandi skarkala sem ein-
kennir t. d. þann höfuðstað íslands, sem
orðinn er, um miðja þessa öld. En — skír-
skotun vafin þeim umbúðum sem Brekku-
kotsannáll er, fær tæplega þann hljómgrunn
sem ætlazt er til og hún á skilið. Það er
leiðinleg staðreynd, en staðreynd eigi að
síður. Venjulegum lesanda getur hæglega
yfirsézt, að um nokkra skírskotun sé að
ræða; já, jafnvel bókmenntaspekingi. Að
vísu opnar enginn svo skáldverk eftir H. K.
L., að hann fái ekki nokkuð fyrir snúð sinn.
En það er þó einu sinni svo, þrátt fyrir allt
sem sam-mannlegt má teljast með öllum
þjóðum, jafnvel á öllum tímum, að nútími
í symbóli og gerfi hins liðna er ærið tor-
fundinn fyrir venjulegan mann yfirleitt;
kannske einkum og sér í lagi fyrir þá kyn-
slóð sem nú er að vaxa úr grasi og finnst
allt það sem gamalt er harla fjarlægt — en
svosem nógu tilvalið að hlæja að, ef hægt
er. Og það er svo sannarlega hægt að hlæja
við lestur Brekkukotsannáls, og hlátur í
sjálfu sér mjög hollur, auk þess sem hann
getur borið vott um eitt aðalsmerki full-
þroska manns: kímnigáfuna. Það er líka
gott og blessað, að H. K. L. ætli beinlínis
með annál sínum að fá okkur til að gleyma
um stund því sem hrollvekjandi er á marg-
nefndri Öld Kjarnorkunnar yfir græsku-
lausu skopi. Einn ritdómari hefur gengið
það langt að fullyrða, að slíkt muni vera
höfuðtilgangurinn með verkinu, en það
leyfi ég mér að efa. Menn fá það út úr bók-
um sem þeir vilja; öllu heldur: það sem
þeir eru menn til.
Á sama hátt eru skoðanir skiptar um
það, hvers ætlast beri til af höfundum. Eitt
af því, sem manni hættir til að krefjast af
slíkum sem H. K. L. er það, að hann skrifi
ekki svo bók, að hún sé ekki stórvirki, helzt
meira öllu sem hann hefur áður gert. Við
höfum nefnilega vanizt því; þróun hans
hefur verið slík, og við trúum því hún verði
það enn um skeið, eins og samkvæmt lög-
máli, hvort sem skynsamlegt er eða réttlátt
að ætlast til þess. Svo óvenjulegur er hann
meðal höfunda. Mér finnst þó fyrir mitt
leyti ekkert undarlegt, þótt stórskáld sem
hann skrifi bók slíka sem Brekkukotsannál
— e. t. v. sér til hvíldar frá stærri verkefn-
um — því það er trúa mín, að í framtíðinni
skipi hún sess sem einskonar hugþekkt
interludium in modo antico milli viðameiri
þátta í þeirri hljómkviðu sem heildarverk
hans er, þeirra sem þegar eru samdir og
hinna sem hann á óskrifaða enn. Og ekki
verður því heldur á móti mælt, að einmitt
með þessari bók hefur hann að sumu leyti
bætt við sig, endaþótt freistandi sé að
benda á hið gagnstæða, svo sem hér hefur
verið reynt.
Hvað sem um allt þetta má segja, vil ég
þó ekki ljúka máli mínu án þess að bera
fram eina ósk. Ég ber hana reyndar ekki
fram sem rithöfundur, því það hvorki get ég
né ferst mér að gera; heldur sem hver annar
lesandi örfárra bóka, sem ég reyni yfirleitt
að velja af betra taginu. Sú ósk er: að
H. K. L. skrifi nútímaskáldsögu, í öllum
merkingum þess orðs; aktúela túlkun þess
tíma sem við lifum á, þess umhverfis sem
við skynjum, þeirra viðhorfa sem nú ríkja,
og vandamála sem við blasa á miðri tuttug-
ustu öld. Engum höfundi er betur treyst-
andi til þess en honum, að ég hygg. Kemur
þar allt til, og þarf ekki frekar rökstuðnings
181